Samningar um bóluefni

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag.  

Hann vitnaði í orð sóttvarnarlæknis í fréttum Stöðvar 2 síðastliðin mánudag þar sem hann sagði að Ísland væri skuldbundið til að kaupa bóluefni í samræmi við samninga sem ráðuneytið hefði gert við Lyfjastofnun Evrópu.  Jafnframt sé ráðuneytið skuldbundið til að kaupa ekki bóluefni fram hjá þeim samningum og að engin vinna sé í gangi að kaupa bóluefni fram hjá þessum samningum.

Bergþór beindi fyrirspurn sinni að fjármála- og efnahagsráðherra og spurði hvort ríkisstjórnin hafi samþykkt að fyrirgera rétti Íslands til samnings utan samflots við Evrópusambandið og hvort áætlanir séu uppi hjá ríkisstjórninni um að lagfæra þessa stöðu og losa okkur undan þessum takmörkunum.

 

Upptöku úr þingsal og svar ráðherra má sjá hér