Er hér á landi meingölluð örneysluverðsvísitala?

Er hér á landi meingölluð örneysluverðsvísitala?

Mánudagur, 30. september 2024
 
Íslensk­ur al­menn­ing­ur skynj­ar vel að það er eitt­hvað und­ar­legt um að vera í Vegas.
 

Ef Íslend­ing­ar missa trú á gjald­miðli sín­um munu þeir hafna hon­um. Það „pepp­ar“ eng­inn upp krón­una nema að hafa á henni trú. Íslend­ing­ar hafa misst alla trú á rík­is­stjórn Íslands og efna­hags­stefnu henn­ar. Það er ekki að undra. Það er ekki að furða að land­ar mín­ir, vin­ir bæði og vanda­menn, fólk til sjáv­ar og sveita, átti sig ekki á fram­ferði Seðlabanka Íslands með yfir árs­gamla 9,25% meg­in­vexti (stýri­vexti). Seðlabanki Íslands er bund­inn í báða skó, bæði með lög­um og kröf­unni um trú­verðug­leika og gæði ís­lenska vaðmáls­ins, ís­lensku krón­unn­ar.

Vísi­tala neyslu­verðs bygg­ist á 12 liðum (meg­in­und­ir­vísi­töl­um) sem eru mæld­ir og vegn­ir í „mat­ar­kröf­unni“ með reglu­bundn­um hætti og eiga að mæla „hita­stig“ hag­kerf­is­ins, verðbólgu.

Kín­verj­ar tóku upp mæl­ing­ar í Pek­ing á sín­um tíma og þegar meng­un­in í höfuðborg­inni sló öll met, sem áður voru sett, var mæl­in­um bara breytt og viðmiðun­un­um um hættu­lega meng­un einnig. Það hentaði stjórn­völd­um bæri­lega, a.m.k. um hríð. Nú treysta fáir mæl­um kín­verska Alþýðulýðveld­is­ins og fara því orðið eft­ir meng­un­ar­mæl­um banda­ríska sendi­ráðsins í borg­inni.

Við meg­um ekki van­meta skynj­un al­menn­ings á eig­in skinni. Bruna­sár verðbólg­unn­ar eru vel þekkt. Það er vel at­hug­andi hvort eitt­hvað sé bogið við mæl­ing­ar á vísi­tölu neyslu­verðs. Þrátt fyr­ir áskor­an­ir hafa ekki farið fram trú­verðug­leg­ar rann­sókn­ir á gerð þess­ar­ar vísi­tölu, inni­haldi henn­ar og mati á 12 und­ir­vísi­töl­um henn­ar sem og öðrum liðum þar í hyl­dýpi ís­lenskr­ar efna­hag­sógæfu.

Frá því fyr­ir um 26 árum hef­ur vægi reiknaðrar húsa­leigu (und­ir­vísi­tölu í hús­næðislið vísi­tölu neyslu­verðs), sem met­ur neyslu­v­irði þess að búa í eig­in hús­næði, farið úr 8,11% í 18,83%. Vægi þessa liðar hef­ur því vaxið um 132% á þessu 26 ára tíma­bili. Hver þekk­ir ekki það að hús­næðið, rekst­ur þess, kostnaður vegna flækj­u­stigs við skipu­lags- og bygg­inga­mál, hef­ur hækkað? Við vit­um öll hverj­ir hafa valdið því. Þessi eini liður, þ.e. að búa í eig­in hús­næði, veg­ur einna þyngst allra und­irliða vísi­töl­unn­ar og hús­næðisliður­inn einn og sér veg­ur þyngst (28,16%) allra 12 und­ir­vísi­talna vísi­tölu neyslu­verðs.

Hvers vegna ætli þessi liður dragi ekki nú niður vísi­tölu neyslu­verðs þegar fáir eða eng­inn virðist geta selt fast­eign? Fast­eign­ir hlaðast upp á markaðnum og sala dregst hratt sam­an. Vissu­lega tek­ur þetta allt tím­ann sinn vegna hlaup­andi meðaltala og hæg­fara þró­un­ar. Á þetta hef­ur grein­ar­höf­und­ur bent allt frá ár­inu 2011.

Margoft hef­ur verið áréttað að aðferðafræði Hag­stofu Íslands við mat á fast­eigna­markaði er í skötu­líki, um­búnaður þar stærri og boru­bratt­ari en efni standa til. Aðferðum virðist þar beitt sem er­lend ríki inn­an OECD gera ekki með sama hætti jafn­vel þó hag­kerf­in séu mun stærri og búi yfir víðtæk­ari upp­lýs­ing­um og áreiðan­legri en Hag­stofa Íslands. Þegar krepp­ir að hér er plástrað í líkanið (mat­rix­una í yf­ir­stærð) og það límt við og múrað í rif­urn­ar í kreppu enda finn­ast ekki kaup­samn­ing­ar um all­ar fast­eign­ir sem fyllt geta í skörðin.

Eru bank­arn­ir hugs­an­lega að halda uppi verði á markaðnum og beita þar fyr­ir sér ís­lensku stjórn­kerfi svo skulda­bréfa­safn á eign­ar­hliðinni þar á bæ falli ekki í virði? Hvar liggja þessi þræðir sem valda þess­ari áþján?

Auk eig­in­fjár­krafna Seðlabanka Íslands gagn­vart fjár­mála­fyr­ir­tækj­um koma til kröf­ur BASEL III um gæði, áhættumat og selj­an­leika eigna fjár­mála­fyr­ir­tækja og er spurn hvernig færi fyr­ir ís­lensku banka­kerfi fengi fast­eigna­verð að lækka eins og á virk­um mörkuðum víða er­lend­is. Er hugs­an­lega ekki virk­ur fast­eigna­markaður á Íslandi? Hví lækka fast­eign­ir á Íslandi ekki að nafn­verði? Hvernig á sá sem miss­ir eign að eiga mögu­leika á end­ur­komu á fast­eigna­markað sem aðeins stend­ur í stað á nafn­verði eða hækk­ar? Hvernig kemst ungt fólk inn á fast­eigna­markaðinn? Við vit­um vel að í nauðung­ar­sölu­ferli er kröfu­hafa, t.a.m. fjár­mála­fyr­ir­tæki, aðeins nægj­an­legt að bjóða upp í kröfu sína en ekki í hana alla.

Hvers vegna fylg­ir enn einka­bönk­um á Íslandi þessi óbeina niður­greiðsla og bak­hjarlastuðning­ur laga- og embættis­kerf­is­ins eins og um rík­is­banka sé enn að ræða? Hvernig aðlag­ast kerfið inn­leiðingu nýrra reglu­gerða frá Evr­ópu­sam­band­inu sem hér fá ígildi laga án mik­ill­ar umræðu á Alþingi?

Íslensk­ur al­menn­ing­ur skynj­ar vel að það er eitt­hvað und­ar­legt um að vera í Vegas. Ekki er gáfu­legt af stjórn­mála­mönn­um að van­meta áhrif­in sem ís­lensk þjóð finn­ur nú á eig­in skinni.

Við eig­um að hafa góðar varn­ir og standa vörð um gjald­miðil­inn, hag­sæld, lífs­gæði, landa­mær­in og ís­lenska þjóð. Það er ekki gert með því fyr­ir­komu­lagi sem nú er viðhaft af ís­lensk­um stjórn­völd­um sem hafa skapað þá verðbólgu nú sem brenn­ir upp eig­ur al­menn­ings og dreg­ur fjár­muni frá þeim aðeins á einn stað. Það er ekk­ert jafn­ræði í því, síður en svo.

Ekki vilj­um við evr­una með öllu at­vinnu­leys­inu og framsali á full­veldi. Því verðum við enn og aft­ur að bregðast við sjálf og leiðrétta kinn­roðalaust vill­urn­ar í eig­in ranni.

Höf­und­ur er odd­viti Miðflokks­ins í Mos­fells­bæ.