Félagaprófkjöri aflýst - frambjóðendur vinna saman

Félagaprófkjöri aflýst

Félagsfundur fór fram í kvöld þar sem frambjóðendur héldu flottar tölur og svöruðu spurningum úr sal.

Frambjóðendur sem enn voru í kjöri vilja vinna saman að því að mynda sterkan lista og liggur því fyrir að engir tveir sækjast lengur eftir sama sætinu og fer áður auglýst prófkjör því ekki fram laugardaginn 26. mars.

Niðurstaða í efstu þrjú sætin er því eftirfarandi:

1. sæti: Ómar Már Jónsson
2. sæti: Jósteinn Þorgrímsson
3. sæti: Sólveig Daníelsdóttir

Aðrir sem enn voru í framboði taka sæti neðar á listanum og verður listinn í heild birtur þegar uppstillingarnefnd hefur lokið sinni vinnu.