Fjárlög 2020 - Tillögur Miðflokksins

Nú ný­lega lauk á Alþingi 2. umræðu fjár­laga fyr­ir árið 2020.  Umræðan var á marg­an hátt dýpri en verið hef­ur und­an­far­in ár og þing­flokk­ar höfðu tæki­færi til þess að gera bet­ur grein fyr­ir breyt­ing­ar­til­lög­um sín­um en oft áður.  Niðurstaða umræðunn­ar var þó hefðbund­in.  All­ar til­lög­ur stjórn­ar­and­stöðunn­ar voru felld­ar af sitj­andi meiri­hluta.  Aðgerðir rík­is­stjórn­ar Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur voru hefðbundn­ar.  Þeir sem minnst hafa og minnst eiga munu bera skarðast­an hlut og þyngst­ar byrðar og þurfa því enn um sinn að bíða eft­ir rétt­læti.  Breyt­inga­til­lög­ur stjórn­ar­and­stöðu á hverj­um tíma eru mis­vel fram sett­ar.  Í ár voru til­lög­ur nokk­urra stjórn­ar­and­stöðuflokka í stór­um slump­töl­um sem voru að mestu ófjár­magnaðar.  Sem sagt hefðbund­in yf­ir­boð.  Til­lög­ur Miðflokks­ins voru raun­sæ­is­leg­ar, þraut­hugsaðar og fjár­magnaðar að fullu.  Mig lang­ar að gera hér ör­stutta grein fyr­ir því helsta sem Miðflokk­ur­inn lagði til en stjórn­ar­meiri­hlut­inn felldi.
 

Miðflokk­ur­inn lagði til að breyt­ing­ar­til­lög­ur hans yrðu einkum fjár­magnaðar með tvenn­um hætti.  Í fyrsta lagi með hagræðing­ar­kröfu á rekst­ur ráðuneyta sem end­ur­spegl­ar þá stefnu flokks­ins að hafa hem­il á bákn­inu.  Í öðru lagi með sölu á „holu“ eða ný­bygg­ingu Lands­banka Íslands við höfn­ina sem einnig er byggð á þeim hinum sama vilja flokks­ins auk þess að leggja áherslu á ráðdeild í rekstri fyr­ir­tækja í eigu al­menn­ings.

En hvað vildi svo Miðflokk­ur­inn gera við þá fjár­muni sem þarna eru und­ir?  Í aðal­atriðum má skipta út­gjalda­til­lög­un­um í fernt.  1. Að stuðla að öfl­ugri at­vinnu­rekstri með raun­veru­legri lækk­un trygg­inga­gjalds.  2. Að efla stöðu aldraðra og ör­yrkja með því að at­vinnu­tekj­ur rýri ekki líf­eyr­is­greiðslur ásamt því að efla rekst­ur hjúkr­un­ar­heim­ila.  3. Að efla lög­gæslu og toll­gæslu og þar með ör­yggi á landa­mær­um til að freista þess að stemma stigu við stór­aukn­um fíkni­efnainn­flutn­ingi.  4. Að efla geðsvið Land­spít­al­ans einkum vegna þeirr­ar ógn­ar sem steðjar að ungu fólki með geðræn­an vanda oft af völd­um fíkn­ar.  Þrátt fyr­ir að all­ar til­lög­urn­ar hafi verið felld­ar af stjórn­ar­meiri­hlut­an­um munu ein­hverj­ar þeirra verða end­ur­flutt­ar við 3. umræðu inn­an skamms til þess að gefa mönn­um tæki­færi til að sjá að sér og sýna í verki hvort yf­ir­lýst stefna rík­is­stjórn­ar­inn­ar um efl­ingu Alþing­is er meira en orðin tóm. 

 

Höf­und­ur:  Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 25. nóvember, 2019