Flokksráðsfundur á Egilsstöðum 29. október

5. flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn á Egilsstöðum 29. október.

 

Helgin hófst með vísindaferð sem var farin á föstudeginum í boði heimamanna undir leiðsögn Björns Ármanns. Byrjað var að keyra að Hallormsstað þar sem boðið var upp á kynningu á staðnum og vöfflur, þaðan lá svo leiðin í Skriðuklaustur þar sem hópurinn fékk leiðsögn um staðinn og gæddi sér að austfirskum krásum.

 

Flokksráðsfundurinn var svo haldinn á Hótel Valaskjálf og byrjaði rétt eftir hádegi.

Fundurinn byrjaði á ræðu formanns sem var sýnd í beinu streymi, þeir sem misstu af ræðunni geta horft á hana hér. 

 

Á fundinum var samþykkt málefnaályktun sem má sjá í heild sinni hér. 

Einnig var kosið í þrjú embætti, formann innra starfs, formann málefnanefndar og formann upplýsinganefnda. Alls voru níu manns í framboði og fóru kosningarnar svona :
Ómar Már Jónsson, formaður innra starfs.
Þorgrímur Sigmundsson, formaður málefnanefndar.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir, formaður upplýsingamála. 

 

Eftir að fundi var slitið var haldið á kvöldverðarhóf á Hótel Hérað, þar sem boðið var upp á skemmtiatriði að hætti Norðausturkjördæmis og hljómsveit spilaði fram eftir nóttu.

 

Hér má sjá myndir frá helginni