Fréttabréf Miðflokksins 11. október, 2019

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Frá og með mánudeginum 13. október verður skrifstofa Miðflokksins

opin alla virka daga kl.  9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00

Hafnarstræti 20, 2. hæð

Sími 555-4007

 

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:

 

OPINN FUNDUR MEÐ SIGURÐI PÁLI JÓNSSYNI - Laugardaginn, 12. október kl. 10:00

Miðflokkurinn í Hafnarfirði stendur fyrir opnum fundi, laugardaginn 12. október kl. 10:00-12:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Sigurður Páll Jónsson alþingismaður verður gestur fundarins.  Hann mun ræða um auðlindir og auðlindagjöld og forvarnir í áfengis- og vímuefnamálum.

Smellið hér til að sjá viðburðinn á facebook.

Allir velkomnir!

 

 

HAUSTFERÐ MIÐFLOKKSFÉLAGS REYKJAVÍKUR - Laugardaginn 19. október

Ágætu Miðflokksfélagar!

Miðflokksfélag og kjörnir fulltrúar Reykjavíkur efna til Haustferðar laugardaginn 19. október.  Allt Miðflokksfólk og aðrir gestir eru velkomin í ferðina, óháð búsetu.

Við ætlum að hefja ferðalagið frá Félagsheimili Fáks í Víðidalnum.  Þar er nóg af gjaldfrjálsum bílastæðum og gott ef fólk er komið þangað kl. 12:45, en lagt verður af stað kl. 13.

Við ætlum að skella okkur í rútu og keyra upp á Hellisheiði en búið er að lofa góðum móttökum í Hellisheiðarvirkjun þar sem starfsemi hennar og Nesjavallavirkjunar verður kynnt.

Að því loknu ætlum við að keyra á Þingvelli og þaðan að Nesjavöllum og viðra okkur aðeins á leiðinni ef veðurguðirnir er hliðhollir. 

Reiknað er með að rúnturinn endi svo aftur um kl. 17 í Fáksheimilinu þar sem bíða munu léttar veitingar og eðalsúpa til að njóta í góðum félagsskap.

Nú er um að gera að skella sér með og eiga saman skemmtilegan dag!

Ferðin kostar 2000 kr með öllu, vinsamlegast greiðið til staðfestingar á þátttöku inn á reikning Miðflokksins í Reykjavík,  banki: 133-26-13847,  kt. 460318-1140, og sendið kvittun á netfangið: skrifstofa@midflokkurinn.is

Einnig er hægt að ganga beint frá skráningu hjá Lindu á skrifstofunni í Hafnarstrætinu milli kl. 13 - 17 alla virka daga.

Skráningarfrestur er út miðvikudaginn 16. október. 

 

HAUSTFUNDUR FLOKKSRÁÐS MIÐFLOKKSINS - laugardaginn 9. nóvember

Skráning er hafin á haustfund flokksráðs Miðflokksins sem haldinn verður þann 9. nóvember n.k. á Park Inn Radisson hótelinu í Reykjanesbæ.

Fundurinn er opinn öllum félögum í Miðflokknum.

Þeir Miðflokksfélagar sem hafa hug á að sækja fundinn en eru ekki flokksráðsfulltrúar, vinsamlegast sendið tölvupóst um skráningu á Hólmfríði Þórisdóttur á netfangið holmfridurth@althingi.is.

Um kvöldið verður hóf sem Miðflokksfélag Suðurkjördæmis sér um og hefur skemmtinefnd lofað því að það verði afar eftirminnilegt.

Park Inn Radisson býður Miðflokksfélögum upp á eftirfarandi tilboðsverð á gistingu:

Einstaklings herbergi með morgunmat:  Kr. 16.500

Tveggja manna herbergi með morgunmat:  Kr. 18.900

Þriggja manna herbergi með morgunmat:  Kr. 26.760

Vinsamlegast sendið tölvupóst á netfangið groupbookings.keflavik@parkinn.com fyrir 18. október til þess að panta hótelherbergi. 

Dagskrá fundarins ásamt þátttökugjaldi verður send út fljótlega.

 

Afmæliskaffi Miðflokksins

Í tilefni af tveggja ára afmæli Miðflokksins þann 8. október s.l. var blásið til veislu og afmæliskaffis á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 síðdegis í gær. 

Glatt var á hjalla og gæddu afmælisgestir sér á dýrindis afmælisköku og vöfflum.

Snorri Þorvaldsson færði formanni að gjöf innrammaða mynd af fyrsta þingflokki Miðflokksins sem tekin var árið 2017 ásamt mynd af Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, fyrsta kvenkyns þingmanni flokksins.

Smellið hér til að sjá fleiri myndir úr afmæliskaffinu.

 

Arctic Circle 2019 

Nokkrir þingmenn Miðflokksins sátu þing hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle í gær, sem nú stendur yfir í Hörpu og líkur á sunnudaginn.  

Þingið sækir fjöldi forystufólks frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Kína, Japan, Kóreu, Frakklandi, Þýskalandi og fleiri ríkjum auk þess sem íslenskir ráðherrar, vísindamenn, umhverfissinnar og stjórnendur fyrirtækja taka virkan þátt í þinginu.  Meðal ræðumanna á opnunarfundi þingsins var krónprisessa Svíþjóðar.

  

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU:

Þingfundir voru í þrjá daga í þessari viku. Þingmenn okkar tóku þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma, störfum þingsins, sérstökum umræðum og þingmenn okkar töluðu fyrir tveimur málum í þinginu.

Þorsteinn Sæmundsson tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þriðjudaginn og spurði forsætisráðherra um kjaraviðræður og styttingu vinnuvikunnar. 

Birgir Þórarinsson tók þátt í óundirbúnum fyrirspurnartíma á fimmtudaginn og spurði fjármála- og efnahagsráðherra um uppsagnir bankastarfsmanna og nýbyggingu Landsbankans.

 

Á miðvikudaginn byrjaði þingfundur á störfum þingsins.

Sigurður Páll Jónsson tók þátt og ræddi þar um útflutning á ferskum fiski. 

Birgir Þórarinsson tók einnig þátt og ræddi um vaxtalækkanir. 

 

Þrjár sérstakar umræður voru í vikunni.

Á þriðjudaginn var sérstök umræða um velsældarhagkerfið.  Karl Gauti Hjaltason og Þorsteinn Sæmundsson tóku þátt. 

Einnig var sérstök umræða um jarðarmál og eignarhald þeirra.  Karl Gauti Hjaltason og Birgir Þórarinsson tóku þátt.

Á miðvikudaginn var sérstök umræða um vindorku og vindorkuver.  Karl Gauti Hjaltason og Sigurður Páll Jónsson tóku þar þátt. 

 

Anna Kolbrún Árnadóttir mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um gjaldfrjálsar krabbameinsmeðferðir.

Umræðuna má sjá í heild sinni hér.

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

 

Karl Gauti Hjaltason mælti fyrir þingsályktunartillögu sinni um byggingu hátæknisorpbrennslustöðvar.

Umræðuna má sjá í heild sinni hér.

Þingsályktunartillöguna má lesa hér.

 

GREINAR OG PISTLAR:

Pistill eftir Ólaf Ísleifsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 9. október, 2019:

Brýnt afnám óhæfilegra skerðinga

 

  

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter

MIÐFLOKKURINN