Fréttabréf Miðflokksins 13. september, 2019

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Skrifstofa Miðflokksins er opin alla virka daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00

Hafnarstræti 20, 2. hæð

Sími 555-4007

Alltaf heitt á könnunni - verið velkomin að líta við

 

 

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:

VÖFFLUKAFFI Í HAFNARFIRÐI - LAUGARDAGINN 14. SEPTEMBER

Miðflokkurinn í Hafnarfirði verður með opið hús og vöfflukaffi á morgun, laugardaginn 14. september, kl. 10:00 - 12:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Stjórnmálaumræður - Kaffi og rjúkandi vöfflur.

Allir velkomnir!

 

OPIÐ HÚS Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS - FIMMTUDAGINN 19. SEPTEMBER

Miðflokkurinn mun standa fyrir opnu húsi alla fimmtudaga í vetur kl. 16.00 - 18:00, á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 (á 2. hæð).

Kaffi og nýbakaðar vöfflur verða á boðstólnum fyrir gesti og gangandi.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest fimmtudaginn 19. september.

Allir velkomnir!

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU:

Þingsetning 

Á þriðjudaginn var þingsetning 150. löggjafarþings. 

Guðsþjónusta hófst í Dómkirkjunni kl. 14:00 og að henni lokinni gengu forseti Íslands, ráðherrar, þingmenn og aðrir gestir yfir í Alþingishúsið til að vera viðstödd þingsetningu í þingsal.

 Stefnuræða forsætisráðherra

Á miðvikudagskvöldið var stefnuræða forsætisráðherra og umræður um hana.  

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ólafur Ísleifsson og Birgir Þórarinsson fluttu ræður fyrir þingflokk Miðflokksins.

Hér má sjá ræðu Sigmundar.

Hér má sjá ræðu Ólafs.

Hér má sjá ræðu Birgis.

 Fjárlög 2020

Í gær, fimmtudaginn 12. september, byrjaði 1. umræða um fjárlögin og heldur sú umræða áfram í dag, föstudaginn 13. september kl. 10:30.

Hægt er að fylgjast með beinni útsendingu af umræðunum um fjárlögin 2020 á vef Alþingis.

  

GREINAR OG PISTLAR:

Pistillinn Stjórnmálin og þingið eftir Gunnar Braga Sveinsson, sem birtist í Morgunblaðinu þann 11. september, 2019.