Fréttabréf Miðflokksins 14. febrúar, 2020

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS  14. febrúar, 2020

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar:  13 - 17
Þriðjudaga - föstudaga:  9 - 12 og 13 - 17

 

 


LANDSÞING MIÐFLOKKSINS 28. - 29. MARS, 2020

UPPLÝSINGAR UM SKRÁNINGU

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu á Landsþing Miðflokksins 2020 sem haldið verður á Hótel Natura í Reykjavík helgina 28. - 29. mars n.k.

Skráning fer fram á heimasíðu Miðflokksins, en þar er flipi merktur Landsþing 2020.   

Þar eru einnig upplýsingar um verð og hægt að ganga frá greiðslu fyrir kvöldverð, hádegisverð og þingið sjálft.   

Á þessa síðu verða settar inn allar upplýsingar jafnóðum og þær berast, en einnig munu þær svo birtast vikulega hér í fréttabréfinu fram að landsþingi.

Smellið hér til að skrá ykkur á Landsþing Miðflokksins 2020

 

Dagskráin er enn í mótun en áætlað er að þingið byrji kl. 10:30 á laugardeginum, 28. mars og ljúki kl. 16:00 á sunnudeginum 29. mars.

Að kvöldi laugardags verður glæsilegur kvöldverður og skemmtun að hætti Miðflokksfólks.

Við auglýsum nú eftir fulltrúum í skemmtinefndina sem mun skipuleggja gleðina. 

Kvöldskemmtunin fer einnig fram á Hótel Natura, en þar hefur Miðflokkurinn einmitt fagnað sínum tveimur eftirminnilegu kosningasigrum.

Þeir sem eru áhugasamir um að vera í skemmtinefnd eru beðnir að senda póst á netfangið skrifstofa@midflokkurinn.is 

 

Verð á hótelgistingu á Hótel Natura er hagstætt þessa dagana hvort sem pantað er beint af heimasíðu hótelsins eða öðrum vefsíðum.   

Þeir sem greiða í stéttarfélög geta oftast notað svokallaða stéttarfélagsmiða sem veita ágætan afslátt.

Smellið hér til að skoða heimasíðu Hótel Natura.

 

Ef þið eruð með spurningar varðandi Landsþingið, vinsamlegast sendið póst á netfangið midflokkurinn@midflokkurinn.is  eða hringið á skrifstofu flokksins í síma 555-4007.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest á Landsþingi Miðflokksins 2020!

 

Mynd frá Landsþingi Miðflokksins 2018

 

 


NÝ STJÓRN KJÖRIN Á AÐALFUNDI ÁRNESINGADEILDAR MIÐFLOKKSINS

Aðalfundur Árnesingadeildar Miðflokksins var haldinn miðvikudaginn 5. febrúar sl.  Nýr formaður var kjörinn Ari Már Ólafsson frá Selfossi, en hann tekur við af fyrsta formanni Árnesingadeildarinnar, Guðmundi Kr. Jónssyni.

Gestir fundarins, Tómas Ellert Tómasson bæjarfulltrúi í Svf. Árborg, Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, María Grétarsdóttir Garðabæ og Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi í Reykjavík, héldu erindi um það sem ber hæst á sveitarstjórnarstiginu.   Erindin þóttu fræðandi og upplýsandi, enda farið vítt og breytt yfir sveitarstjórnarstigið.

Tómas Ellert og Vigdís fóru meðal annars yfir lýðræðishallann sem er í efsta lagi sveitarstjórnarstigsins, María fór yfir umfang og rekstur sveitarfélaganna og Margrét fór yfir stöðu mála í Reykjanesbæ og náttúruvánna sem skekur nú Suðurnesin.

Smellið hér til að skoða myndir frá Aðalfundinum.

Einnig var ný stjórn Árnesingadeildar Miðflokksins kjörin og hana skipa: 

Ari Már Ólafsson formaður

Ásdís Bjarnadóttir varaformaður

Guðrún Jóhannsdóttir

Sólveig Guðjónsdóttir

Baldvin Nielsen

Varastjórn skipa Arnar Hlynur Ómarsson og Sólveig Pálmadóttir.

 


VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:

OPIÐ HÚS Í HAFNARFIRÐI, laugardaginn 15. febrúar kl. 10

Á morgun, laugardaginn 15. febrúar kl. 10:00 - 12:00 verður opið hús og vöfflukaffi hjá Miðflokksfélagi Hafnarfjarðar að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Vöfflur, kaffi og stjórnmálaumræður.

Allir velkomnir.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

 


OPINN FUNDUR Á AKUREYRI MEÐ ÖNNU KOLBRÚNU ÁRNADÓTTUR OG BIRNI ÁRMANNI,  laugardaginn 15. febrúar kl. 11

Á morgun, laugardaginn 15. febrúar kl. 11:00 - 13:00 verður Miðflokksfélag Akureyrar og nágrennis með opinn fund í Zontahúsinu að Aðalstræti 54 á Akureyri.

Gestur fundarins verða Anna Kolbrún Árnadóttir þingmaður Miðflokksins í norðaustur kjördæmi og Björn Ármann Ólafsson.

Anna Kolbrún mun segja frá þingstarfinu og kjördæmaviku.

Björn Ármann mun ræða um hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð og endurheimt votlendis.

Kaffi og kleinur á boðstólnum - Allir velkomnir!

 


OPINN FUNDUR UM MIÐHÁLENDISÞJÓÐGARÐ MEÐ BERGÞÓRI ÓLASYNI, laugardaginn 15. febrúar kl. 13

Miðflokkurinn í Rangárþingi veður með opinn fund laugardaginn 15. febrúar kl. 13:00 - 15:00 í Hvolnum á Hvolsvelli.

Bergþór Ólason alþingismaður og formaður samgöngunefndar Alþingis verður gestur fundarins og mun fjalla um álitamál vegna tillögu ríkisstjórnarinnar um Miðhálendisþjóðgarð.

Einnig munu taka til máls á fundinum;

Egill Sigurðsson, bóndi á Berustöðum

Guðmundur Jón Viðarsson, bóndi í Skálakoti

Guðrún Svanvít Magnúsdóttir, bóndi í Bræðratungu og fulltrúi í sveitastjórn Bláskógarbyggðar.

Fundarstjóri verður Heiðbrá  Ólafsdóttir, lögfræðingur og kúabóndi

Allir velkomnir!

 

 


BÆJARMÁLAFUNDUR Á AKUREYRI, mánudaginn 17. febrúar kl. 20

Mánudaginn 17. febrúar frá kl. 20:00 verður bæjarmálafundur á vegum Miðflokksfélags Akureyrar og nágrennis.

Fundurinn verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54 á Akureyri.

Bæjarmálin verða rædd - heitt á könnunni.

Allir velkomnir.

Hér að neðan má sjá dagsetningar allra bæjarmálafunda sem verða á Akureyri í vetur:

 


VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS MEÐ VIGDÍSI HAUKSDÓTTUR, fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16

Vöfflukaffi Miðflokksins verður á sínum stað fimmtudaginn 20. febrúar kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 á 2. hæð.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík mun ræða um Braggann, Sorpu og fleiri borgarmál.

Rjúkandi vöfflur og kaffi á boðstólnum.

Verið velkomin og endilega takið með ykkur gesti.

 

 

 


FRÉTTIR AF ÞINGINU:

KJÖRDÆMAVIKA - FEBRÚAR 2020

Nú stendur yfir kjördæmavika á Alþingi og voru því engir þingfundir í vikunni.  Kjördæmavikuna nýttu þingmennirnir okkar í að heimsækja fjölmörg fyrirtæki, stofnanir og ræða við fólk í sínum kjördæmum um hin ýmsu málefni sem brenna á fólki. 

Þingmenn okkar í Norðausturkjöræmi, þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Anna Kolbrún Árnadóttir, byrjuðu vikuna á að heimsækja Austfirði þar sem þau voru með erindi á fjórum opnum fundum með áhugafólki um stofnun framboðs til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi.  Þar voru Sigurður Páll Jónsson og Karl Gauti Hjaltason einnig með í för.  Þaðan lá leiðin á Eskifjörð, þar sem haldinn var opinn fundur um samgöngumál sem var sérlega vel sóttur.  Þar voru Sigmundur Davíð, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir með erindi ásamt fleirum.

 

Bergþór Ólason og Sigurður Páll Jónsson þingmenn okkar í Norðvesturkjördæmi fóru um víðan völl og ræddu við fólk í sínu kjördæmi.  Þeir heimsóttu hin ýmsu fyrirtæki og stofnanir m.a. í Borgarnesi, Búðardal, á Hólmavík og á Drangsnesi.

 

Þingmenn okkar í Suðurkjördæmi, þeir Birgir Þórarinsson og Karl Gauti Hjaltason, voru á ferðinni vítt og breytt um kjördæmið.  Þeir heimsóttu fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í Höfn í Hornafirði, í Vestmannaeyjum, í Reykjanesbæ, Vogum og í Grindavík.

 

Síðast en ekki síst, voru þingmenn okkar í Reykjavíkurkjördæmi, þeir Gunnar Bragi Sveinsson, Ólafur Ísleifsson og Þorsteinn Sæmundsson, á ferðinni í Reykjavík og nágrenni og áttu fundi við fjölmörg fyrirtæki og stofnanir í borginni.

 Smellið hér til að skoða fleiri myndir frá kjördæmavikunni.

 


GREINAR OG PISTLAR:

Grein eftir Birgi Þórarinsson sem birtist í Víkurfréttum þann 9. febrúar, 2020

Jarðhræringar og raforkuöryggi á Suðurnesjum

 

 

Pistill eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur sem birtist í Morgunblaðinu þann 12. febrúar, 2020

Hjarta Hallormsstaðaskógar

 

 

 

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter
Ritstjóri fréttabréfsins er Íris Kristína Óttarsdóttir
Vinsamlegast sendið ábendingar og/eða efni í fréttabréfið á netfangið iriso@althingi.is