Fréttabréf Miðflokksins 20. desember, 2019

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 

20. desember, 2019

 

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS YFIR HÁTÍÐARNAR

Skrifstofa Miðflokksins verður lokuð á Þorláksmessu og milli jóla og nýárs.

Skrifstofan opnar aftur kl. 9:00 þann 2. janúar, 2020

Hafnarstræti 20, 2. hæð, 101 Reykjavík  Sími 555-4007

 

 

 

Jólakveðja frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni

 

Kæru samherjar og vinir.

 

Árið sem nú er að ljúka hefur verið viðburðaríkt fyrir flokkinn okkar. Miðflokkurinn hefur tekist á við mörg stór mál, þar á meðal það mál sem lengst hefur verið rætt í þingsögunni. Illu heilli var þriðji orkupakkinn samþykktur. Þrátt fyrir að vera í stjórnarandstöðu höfum við þó náð að hafa veruleg áhrif á gang mála og leiða mikilvæga þjóðfélagsumræðu á árinu 2019.

 

Flokkurinn okkar hefur haldið áfram að byggja sig upp bæði út á við og inn á við. Flokksráðsfundurinn fyrr í vetur var einn besti stjórnmálafundur sem ég hef upplifað en auk þess mætti nefna fjöldann allan af einstaklega góðum fundum og öðrum viðburðum Miðflokksins um allt land.

 

Á nýja árinu höldum við mikilvægt landsþing þar sem við munum í sameiningu leggja línurnar um störf okkar og stefnu til framtíðar. Okkar bíða fjölmörg stór og mikilvæg verkefni sem kalla á lausnir. Að vinna að slíkum lausnum með ykkur gerir vinnuna enn skemmtilegri. Sú vinna verður sérstaklega ánægjuleg og árangursrík vegna þess að við fáum að vinna hana með þeim einstaka hópi sem myndar Miðflokkinn.

 

Ég óska ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs og hlakka til samstarfsins á nýja árinu.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

 

 

 

FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU

Stofnfundur Miðflokksdeildar í sameinuðu sveitarfélagi - Borgarfjarðarhreppur, Djúpavogshreppur, Fljótsdalshérað og Seyðisfjarðarkaupstaður 

Stofnfundur Miðflokksdeildar sameinaðs austurlands var haldinn laugardaginn 14. desember á Egilsstöðum. 

Á dagskrá voru sveitarstjórnarmál ásamt kosningu stjórnar.

 

Stjórn Miðflokksdeildar sameinaðs austurlands skipa:

Þröstur Jónsson, formaður

Þórlaug Alda Gunnarsdóttir

Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir

Varamenn eru Sigurður Ragnarsson og Pétur Guðvarðsson

 

Á myndinni má sjá nýkjörna stjórn deildarinnar ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur alþingismanni og Hannesi Karli Hilmarssyni, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Fljótsdalshéraði.

 

 

Vel heppnuð jólagleði Miðflokksins á Akureyri

Sannkallaður jólaandi sveif yfir Miðflokksmönnum á Akureyri síðastliðinn sunnudag á jólagleði Miðflokksins á Akureyri.

Gestir gæddu sér á gómsætu hangikjötshlaðborði og áttu notalega aðventustund saman.

Anna Kolbrún Árnadóttir alþingismaður var gestur fundarins og ræddi við fundargesti um hin ýmsu málefni.

   

 

 

ÞORRABLÓT MIÐFLOKKSINS, laugardaginn 18. janúar, 2020

Þorrablót Miðflokksins verður haldið laugardaginn 18. janúar, 2020 í Rúgbrauðsgerðinni að Borgartúni 6 í Reykjavík.

Nánari upplýsingar um dagskrá koma þegar nær dregur.

Við hvetjum félagsmenn til að taka kvöldið frá og hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

 

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU

Á þriðjudaginn fór þingið í jólafrí, en þingið byrjar aftur 14. janúar með nefndardögum.

Á mánudaginn var frumvarpi þingflokks Miðflokksins um að ríkisstarfsmenn geti unnið til 73 ára aldurs ef þeir kjósi svo, vísað til ríkisstjórnarinnar fyrir þinglok með skilyrði um að fjármála- og efnahagsráðherra leggi fram frumvarp þess efnis eða að aldursmörk verði afnumin á næsta haustþingi.  Framsögumaður var Þorsteinn Sæmundsson.

Hér má lesa frumvarpið í heild sinni.

Hér má lesa nefndarálitið.

 

Á þriðjudaginn var skýrslubeiðni þingflokks Miðflokksins samþykkt á Alþingi.

Skýrslubeiðnin er um aðdraganda og afleiðingar óveðurs dagana 9.-11. desember 2019, viðbúnað og úrbætur.

Skýrslubeiðnina má lesa í heild sinni hér. 

 

Á þriðjudaginn var munnleg skýrsla forsætisráðherra vegna óveðursins í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. 

Þar tók Bergþór Ólason þátt í umræðunniog Anna Kolbrún Árnadóttir fór í andsvar við forsætisráðherra.

 

Í lok þingfundar á þriðjudaginn fór Gunnar Bragi Sveinsson með jólakveðju fyrir hönd þingmanna.

 

 

GREINAR OG PISTLAR

Grein eftir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúa Miðflokksins í Svf. Árborg, sem birtist á visir.is þann 17. desember, 2019

Lýðræðið á sveitarstjórnarstiginu

 

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Dagskránni Fréttablaði Suðurlands, þann 18. desember, 2019

Kveðja til Sunnlendinga

 

Grein eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Dagskránni Fréttablaði Suðurlands, þann 18. desember, 2019

Allt það sem er æskilegt fyrir velferð mannsins

 

Grein eftir Karl Gauta Hjaltason, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Bændablaðinu þann 19. desember, 2019

Framleiðum mest af okkar fæðu sjálf

 

Miðflokkurinn í Suðurkjördæmi gaf út glæsilegt jólablað sem þau dreifðu í 7000 eintökum um kjördæmið.  Þar er að finna skemmtileg viðtöl við þingmenn og bæjarfulltrúa kjördæmisins ásamt uppskriftum og fleiru sem tengist jólunum.

Jólablað Miðflokksins í Suðurkjördæmi

 

  Miðflokkurinn óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum,

gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. 

Með þökk fyrir stuðninginn og samveruna á árinu sem er að líða. 

 

  MIÐFLOKKURINN

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter