Fréttabréf Miðflokksins 22. nóvember, 2019

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS 

22. nóvember, 2019

 

SKRIFSTOFA MIÐFLOKKSINS
Hafnarstræti 20 (2. hæð), 101 Reykjavík
Sími 555-4007
OPNUNARTÍMAR
Mánudagar     13 - 17
Þri - föst          9 - 17

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

OPIÐ HÚS Í HAFNARFIRÐI, laugardaginn 23. nóvember kl. 10

Á morgun, laugardaginn 23. nóvember kl. 10:00 - 12:00 verður Miðflokksdeild Hafnarfjarðar með opið hús í húsnæði félagsins að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Stjórnmálaumræður - Heitt á könnunni og rjúkandi vöfflur.

Allir velkomnir.

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

JÓLADÖGURÐUR MIÐFLOKKSINS, sunnudaginn, 24. nóvember, 11

Sunnudaginn 24. nóv. kl. 11:00 - 13:00 verður Jóladögurður Miðflokksins haldinn í Félagsheimili Fáks í Víðidal að Vatnsveituvegi, 110 Reykjavík.

Þetta verður skemmtileg jólaveisla fyrir alla fjölskylduna í góðum félagsskap með gómsætu smáréttahlaðborði.  

Heyrst hefur að jólasveinarnir verði komnir til byggða og muni koma með glaðning fyrir börnin :)
Erna Valsdóttir segir frá bernskujólum í vesturbæ Reykjavíkur um 1960.
Már Gunnarsson, afreksmaður í sundi og tónlist, spilar og syngur nokkur lög.  Már gaf nýlega út diskinn "Már söngur fuglsins" sem hægt verður að kaupa á staðnum, enda tilvalinn í jólapakkann :)



Enn eru nokkur sæti laus og hægt er að kaupa miða til kl. 18 í dag, föstudag.
Verð aðeins 2500 kr fyrir fullorðna, 1000 kr fyrir 6-12 ára, frítt fyrir yngri en 6 ára.

Vinsamlegast greiðið fyrir miðana á reikning Miðflokksins í Reykjavík,
banki 133-26-13847, kt. 460318-1140
og sendið kvittun á netfangið: skrifstofa@midflokkurinn.is

Einnig er hægt að kaupa miða í dag hjá Lindu á skrifstofunni í Hafnarstrætinu milli kl. 13- 17

Stjórnir Miðflokksfélags Reykjavíkur og Suðvesturkjördæmis

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

  

VÖFFLUKAFFI Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS, fimmtudaginn 28. nóvember kl. 16

Síðasta vöfflukaffið fyrir jól verður næstkomandi fimmtudag kl. 16:00 - 18:00 á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík.

Boðið verður upp á kaffi, rjúkandi vöfflur og smákökur.

Allir velkomnir.

 

MIÐFLOKKSKONUR HITTAST, miðvikudaginn 4. desember kl. 17

Miðvikudaginn 4. desember ætla Miðflokkskonur að hittast og eiga notalega stund saman á Satt Restaurant á Hótel Natura (áður hótel Loftleiðir) milli kl. 17:00 - 19:00.

Þetta verður síðasti kvennahittingurinn á árinu.

Allar konur innilega velkomnar!

Smellið hér til að skoða viðburðinn á facebook

 

NÝTT RÆÐUNÁMSKEIÐ FER AF STAÐ, mánudaginn 6. janúar kl. 19:30

Skráning er hafin í nýtt ræðunámskeið sem fer af stað mánudaginn 6. janúar kl. 19:30.

Ræðunámskeiðið fer fram á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík og er opið öllum flokksmönnum þeim að kostanaðarlausu.

Námskeiðið er fimm skipti, einu sinni í viku.

Leiðbeinandi er Kristján Hall.

Vinsamlegast skráið þátttöku með því að senda póst á netfangið skrifstofa@midflokkurinn.is

 

FRÉTTIR ÚR FLOKKSSTARFINU 

FUNDUR UM SAMGÖNGUMÁL Í MOSFELLSBÆ

Á þriðjudaginn hélt Miðflokksdeild Mosfellsbæjar áhugaverðan fund um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu.

Gestir fundarins voru Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður og Þórarinn Hjaltason umferðarverkfræðingur og fjölluðu þeir um samgöngumálin og borgarlínuna.

 

FJÖLMENNUR AÐALFUNDUR MIÐFLOKKSDEILDAR GARÐABÆJAR

Miðflokksdeild Garðabæjar hélt aðalfund sinn á miðvikudaginn í Sveinatungu, nýrri og glæsilegri fundaraðstöðu á Garðatorgi í Garðabæ.

Fundurinn var fjölmennur og á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og ný stjórn kjörin.   Gestir fundarins voru Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður kjördæmisins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og héldu þeir stutta tölu.

Nýja stjórn og varastjórn Miðflokksdeildar Garðabæjar skipa:

Baldur Úlfarsson, formaður

Haukur Herbertsson

Zophanías Þorkell Sigurðsson

Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir

Þorsteinn Ari Hallgrímsson

Sigrún Aspelund

Íris Kristína Óttarsdóttir

Haraldur Gíslason

 

 

OPINN FUNDUR MEÐ ÓLAFI ÍSLEIFSSYNI Á SKRIFSTOFU FLOKKSINS

Í gær stóð Miðflokksfélag Reykjavíkur fyrir opnum fundi á skrifstofu Miðflokksins þar sem Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, fór yfir stöðuna á þinginu.

 

 

 FRÉTTIR AF ÞINGINU

Í vikunni var einungis þingfundur á mánudaginn, en nefndardagar voru á þriðjudag og fram á föstudag.

Þingfundur á mánudaginn byrjaði með óundirbúnum fyrirspurnartíma. 

Þorsteinn Sæmundsson tók þar þátt og spurði forsætisráðherra um Landsvirkjun og upplýsingalög. 

Birgir Þórarinsson fór í kosningaeftirlit á vegum þingsins til Hvíta-Rússlands um síðustu helgi, þar sem kosið var til þings.

 

 

 

GREINAR OG PISTLAR

Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson sem birtist í Morgunblaðinu þann 15. nóvember, 2019

Æsifréttir og fleiri ríkisfjölmiðlar

 

MIÐFLOKKURINN MÆLIST MEÐ 16,8% FYLGI

Í nýjustu könnun MMR sem var birt í dag, mælist Miðflokkurinn með 16,8% fylgi og hefur því fylgi flokksins aukist um þrjú prósentustig frá síðustu mælingu.

Til hamingju öll með glæsilegan árangur!

MIÐFLOKKURINN

Netfang Miðflokksins er midflokkurinn@midflokkurinn.is
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum og takið þátt í umræðunum:
Miðflokkurinn á facebook
Miðflokkurinn á Instagram
Miðflokkurinn á Twitter