Fréttabréf Miðflokksins, 23. ágúst, 2019

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Skrifstofa Miðflokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík er opin alla virka daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Sími skrifstofunnar er 555-4007

Alltaf heitt á könnunni, verið velkomin að líta við.

 

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:

OPINN FUNDUR UM 3. ORKUPAKKANN Í GOLFSKÁLA GKG

Mánudaginn 26. ágúst kl. 20:00 standa Miðflokksfélögin í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi fyrir  opnum fundi um 3. orkupakkann í golfskála GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.

Ræðumenn:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík

Birgir Örn Steingrímsson frá Orkunni Okkar

Ingibjörg Sverrisdóttir, ferðaráðgjafi

Allir hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

OPINN FUNDUR MEÐ ÞINGMÖNNUM MIÐFLOKKSINS

Þriðjudaginn 27. ágúst stendur Miðflokksfélag Reykjavíkur fyrir opnum fundi með Þorsteini Sæmundssyni og Ólafi Ísleifssyni, þingmönnum Miðflokksins.  Fundurinn verður haldinn á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 (2. hæð) kl. 17:30.

Allir velkomnir!

 

OPIÐ HÚS Á FIMMTUDÖGUM Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Frá og með fimmtudeginum 29. ágúst, verður opið hús á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20, alla fimmtudaga kl. 16:00 - 18:00.

Kaffi og léttar veitingar verða í boði.  Tilkynnt verður sérstaklega ef kjörnir fulltrúar flokksins verða á staðnum.

Endilega látið sjá ykkur í kaffispjall.  Allir velkomnir.

 

VÖFFLUKAFFI Í HAFNARFIRÐI

Miðflokksfélag Hafnarfjarðar verður með sitt vikulega vöffukaffi miðvikudaginn 28. ágúst kl. 17:00 - 19:00 í húsakynnum félagsins að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Allir velkomnir.

 

MIÐFLOKKSKONUR HITTAST FIMMTUDAGINN 29. ÁGÚST

Fimmtudaginn 29. ágúst munu Miðflokkskonur hittast á Grand Hótel í Reykjavík kl. 17:00 til að spjalla og eiga góða stund saman.

Staðsetningin er við gestamóttökuna á jarðhæð hótelsins.

Allar konur hjartanlega velkomnar.

 

RÆÐUNÁMSKEIÐ FYRIR KONUR

Gerumst ræðuskörungar!  

Miðflokkskonum er boðið á ræðunámskeið sem haldið verður á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík.

Námskeiðið er alls 6 skipti í 1 - 1 1/2 tíma í senn.  Fyrsti tíminn er 2. september og síðasti tími námskeiðisins er 7.  október.

Vinsamlegast skráið ykkur með því að senda póst á netfangið: skrifstofa@midflokkurinn.is.  Ath. takmarkaður fjöldi.

Leiðbeinandi námskeiðsins er Kristján Hall.  Námskeiðið er án endurgjalds.

Við hvetjum sem flestar Miðflokkskonur til að nýta sér þetta einstaka tækifæri.

 

 

FRÉTTIR AF VIÐBURÐUM LIÐINNAR VIKU:

Sumargrill Miðflokksins var haldið á Sauðárkróki þann 17. ágúst s.l.  og þökkum við Ungliðahreyfingu Miðflokksins kærlega fyrir frábæra dagskrá og góða skipulagningu.  

Mikil ánægja var með sumargrillið og myndaðist mjög góð stemmning eins og sjá má á myndunum sem eru aðgengilegar á nýrri heimasíðu Miðflokksins. 

Smellið hér til að skoða myndir frá Sumargrillinu.

 

 

 

Fundir Miðflokksins um orkupakka 3 í Reykjanesbæ og á Selfossi

Miðflokkurinn þakkar kærlega fyrir sýndan áhuga og þær góðu viðtökur sem opnu fundirnir um orkupakka 3 fengu bæði í Reykjanesbæ og á Selfossi í vikunni.

Vel á fimmta hundrað gestir sóttu fundina tvo, en einnig fylgdust fjölmargir með beinu streymi frá fundinum á facebooksíðu Miðflokksins.   Þeir sem misstu af þessum áhugaverðu fundum geta horft á báða fundina á facebooksíðu flokksins.   Við mynnum á næsta fund um orkupakka 3 sem haldinn verður í golfskála GKG á mánudaginn kl. 20:00 (sjá auglýsingu hér ofar í fréttablaðinu).

Smellið hér til að sjá myndir frá fundunum.

Frá fundinum á Selfossi á fimmtudagskvöld.

 

GREINAR OG PISTLAR:

Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, skrifaði greinina Fleinn í Holdi sem birtist á Visir.is þann 21. ágúst.

Smellið hér til að lesa greinina hans Ólafs.

 

Orkupakkar hækka raforkuverð eftir Birgi Þórarinsson, þingmann Miðflokksins, sem birtist í Dagskránni þann 21. ágúst.

Smellið hér til að lesa greinina hans Birgis.

 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, skrifaði greinina Að gyrða sig í brók, Sjálfstæðismenn sem birtist í Morgunblaðinu þann 23. ágúst.

Smellið hér til að lesa greinina hans Gunnars Braga.

 

 

 

Endilega komdu við á nýrri heimasíðu Miðflokksins:  https://www.midflokkurinn.is
Smelltu læk á Miðflokkinn á facebook og taktu þátt í umræðunni:  facebook.com/midflokkur/