Fréttabréf Miðflokksins 30. ágúst, 2019

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Skrifstofa Miðflokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík er opin alla virka daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Sími skrifstofunnar er 555-4007

Alltaf heitt á könnunni, verið velkomin að líta við.

 

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:

 

OPIÐ HÚS Á FIMMTUDÖGUM Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Frá og með fimmtudeginum 29. ágúst verður opið hús á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20, kl. 16:00 - 18:00.

Kaffi og léttar veitingar verða í boði.  Tilkynnt verður sérstaklega ef kjörnir fulltrúar flokksins verða á staðnum.  Næsta opna hús verður því fimmtudaginn, 5. september n.k.

Endilega látið sjá ykkur í kaffispjall. 

Allir velkomnir!

 

VÖFFLUKAFFI Í HAFNARFIRÐI

Miðflokksfélag Hafnarfjarðar verður með vikulegt vöfflukaffi á laugardagsmorgnum í haust og vetur.

Nánari upplýsingar um næsta vöfflukaffi mun verða auglýst þegar nær dregur.

Allir velkomnir.

 

 

FRÉTTIR AF VIÐBURÐUM LIÐINNAR VIKU:

FUNDUR MIÐFLOKKSINS UM ORKUPAKKA 3 Í GOLFSKÁLA GKG Í GARÐABÆ

Mánudaginn 26. ágúst s.l. stóðu Miðflokksfélögin í Reykjavík og Suðvesturkjördæmi fyrir opnum fundi um Orkupakka 3 í golfskála GKG við Vífilsstaðaveg í Garðabæ.   Fullt var út úr dyrum og mættu um 300 manns á fundinn.  Ræðumenn voru þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík, Birgir Örn Stefánsson frá Orkunni okkar og Ingibjörg Sverrisdóttir, ferðaráðgjafi. 

Miðflokkurinn þakkar kærlega fyrir sýndan áhuga og þær góðu móttökur sem fundurinn fékk.  Stuðningur ykkar hefur verið ómetanlegur í baráttunni við innleiðingu orkupakka 3.

Smellið hér til að sjá myndir frá fundinum í Garðabæ.

 

 

MIÐFLOKKSKONUR HITTUST Á GRAND HÓTEL

Í gær, fimmtudaginn 29. ágúst, hittust Miðflokkskonur í spjall og samveru á Grand Hótel í Reykjavík.  

Góð stemmning var í hópnum og ljóst er að mikil gróska er í kvennastarfinu innan Miðflokksins,

Fyrirhugað er að hafa næsta kvennahittinginn í lok september og mun nánari dagsetning og staðsetning verða auglýst þegar nær dregur.

 

 

VEL HEPPNAÐUR OPINN FUNDUR MEÐ ÞORSTEINI OG ÓLAFI Í HAFNARSTRÆTINU

Á þriðjudaginn stóð Miðflokksfélag Reykjavíkur fyrir opnum fundi með þingmönnunum okkar þeim Ólafi Ísleifssyni og Þorsteini Sæmundssyni á skrifstofu flokksins að Hafnarstræti 20.

Líflegar umræður sköpuðust og var almenn ánægja með fundinn.   

 

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU

Á miðvikudaginn byrjaði svokallaður stubbur á Alþingi þar sem umræða um 3. orkupakkann hélt áfram.  Umræður stóðu frá kl. 10:30-20:00 bæði miðvikudag og fimmtudag.  Á mánudaginn verða svo atkvæðagreiðslur um 3. orkupakkann og byrja þær kl. 10:30.

Hér má sjá umræðuna í heild sinni frá miðvikudeginum.   

Hér má sjá umræðuna í heild sinni frá fimmtudeginum.  

 

Anna Kolbrún Árnadóttir óskaði eftir fundi í Velferðarnefnd til að ræða alvarlega stöðu Geðheilbrigðismála hér á landi.  Fyrir nefndina komu fulltrúar frá Hugarafli og Geðhjálp ásamt fulltrúum frá geðsviði Landspítala.  Heilbrigðisráðherra var einnig boðaður og mun hann mæta fyrir nefndina í fyrstu viku þinghalds.

 

 

GREINAR OG PISTLAR:

Þorsteinn Sæmundsson skrifaði greinina Vilji þjóðar, sem birtist í Morgunblaðinu þann 27. ágúst s.l.

Smellið hér til að lesa greinina hans Þorsteins.

 

Greinin, Hvers vegna trúi ég Arnari? eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, birtist í Bændablaðinu þann 29. agúst s.l.

Smellið hér til að lesa greinina hennar Önnu Kolbrúnu.

 

Birgir Þórarinsson var einnig með grein í Bændablaðinu þann 29. ágúst og nefnist sú grein Orkupakkar hækka raforkuverð.

Smellið hér til að leas greinina hans Birgis.

 

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var með grein í Morgunblaðinu í dag, 30. ágúst, sem nefnist ESB eyðir vafanum.

Smellið hér til að lesa greinina hans Sigmunds.