Fréttabréf Miðflokksins 6. september, 2019

OPNUNARTÍMI SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS

Skrifstofa Miðflokksins að Hafnarstræti 20 í Reykjavík er opin alla virka daga kl. 9:00 - 12:00 og 13:00 - 17:00.

Sími skrifstofunnar er 555-4007

Alltaf heitt á könnunni, verið velkomin að líta við

 

 

 

 

VIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI:

 

UMRÆÐUFUNDUR UM MIÐBÆJARSKIPULAG HAFNARFJARÐAR LAUGARDAGINN 7. SEPTEMBER

Stjórn Miðflokksins í Hafnarfirði stendur fyrir opnum fundi á morgun, laugardaginn 7. september kl. 10:00 - 12:00 að Hjallahrauni 9 í Hafnarfirði.

Sigurður Þ. Ragnarsson, bæjarfulltrúi heldur erindi og svarar fyrirspurnum.  

Ræddar verða tillögur starfshóps um skipulag miðbæjar Hafnarfjarðar. 

Hér má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn.

Allir velkomnir.

 

OPIÐ HÚS Á SKRIFSTOFU MIÐFLOKKSINS FIMMTUDAGINN 12. SEPTEMBER

Á hverjum fimmtudegi er opið hús á skrifstofu Miðflokksins að Hafnarstræti 20, 2. hæð, kl. 16:00-18:00.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest fimmtudaginn 12. september.  Kaffi og vöfflur verða á boðstólnum fyrir gesti og gangandi.

Allir velkomnir.

 

 

FRÉTTIR AF ÞINGINU: 

Mánudaginn 2. september var atkvæðagreiðsla um 3. orkupakkann og var hann samþykktur eftir lengstu umræðu í sögu Alþingis.  Þingmenn okkar gerðu grein fyrir atkvæðum sínum og töluðu um atkvæðagreiðsluna.

Atkvæðagreiðsluna í heild sinni má sjá hér og hér.

 

ÞINGSETNING

Þriðjudaginn, 10. september verður Alþingi Íslendinga sett í 150. sinn. 

Þingsetningarathöfnin hefst kl. 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni.  Að henni lokinni ganga forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar, alþingismenn og aðrir gestir til þinghússins þar sem forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, mun setja 150. löggjafarþing Alþingis og forseti Alþingis flytur ávarp.

Þingsetningarfundi verður svo frestað til kl. 16:00.  Þá verður hlutað um sæti þingmanna og fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2020 útbýtt.

Við bendum áhugasömum á að hljóðútsending verður frá messunni á Rás 1 og sjónvarpsútsending frá þingsetningarfundi á sjónvarpsrás og vef Alþingis.

 

STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA

Miðvikudaginn, 11. september kl. 19:30 mun forsætisráðherra flytja stefnuræðu sína og má þar búast við skemmtilegum umræðum.

 

FRUMVARP TIL FJÁRLAGA 2020 

Fimmtudaginn, 12. september kl. 10:30 mælir fjármálaráðherra fyrir frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2020.

 

 

GREINAR OG PISTLAR:

Pistillinn Byggt á stefnu og staðreyndum eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson birtist í Morgunblaðinu 2. september, 2019.

Smellið hér til að lesa pistil Sigmunds.

 

Greinin Með galopin augu eftir Karl Gauta Hjaltason birtist í Morgunblaðinu 2. september, 2019.

Smellið hér til að lesa greinina.

 

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg skrifaði greinina Þora, geta og gera - ráðherrar og þingmenn? sem birtist í héraðsfréttablaðinu Suðra þann 5. september, 2019

Smellið hér til að lesa greinina hans Tómasar.