Geðheilbrigðiskerfið brást

Áður en lengra er haldið vil ég taka það fram að starfs­fólk heil­brigðis­kerf­is­ins er frá­bært, þetta góða fólk starfar hins veg­ar í kerfi sem hannað er af öðrum.

Heil­brigðis­kerfið er á ábyrgð heil­brigðisráðherra og ber hon­um því að sjá til þess að það virki í sam­ræmi við lög og reglu­gerðir. Ráði rík­is­valdið ekki við verk­efnið þarf að fela það öðrum.

Mörg lás­um við átak­an­lega frá­sögn Önnu Sifjar Ingimars­dótt­ur sem hún ritaði á fés­bók­arsíðu sína og DV.is fékk leyfi til að birta.

Frá­sögn­in kipp­ir okk­ur ör­stutt inn í lít­inn hluta þess harm­leiks sem Anna og fjöl­skylda upp­lifðu. Geðheil­brigðis­kerfið brást fjöl­skyld­unni þegar hún þurfti á því að halda.

Hvers vegna er þetta svona? Hvers vegna hrekj­ast sjúk­ling­ar og aðstand­end­ur um kerfið eins og lít­ill bát­ur í ólgu­sjó án þess að fá hjálp? Hvað er að?

Anna skrif­ar: „Við vit­um öll hvaða af­leiðing­ar það hef­ur í för með sér ef ekk­ert er að gert, því er brugðist við strax. Al­var­leg­um geðsjúk­dómi má vel líkja við lífs­hættu­lega blæðandi sár og því þarf líka að bregðast við strax! Ég er kona með átak­an­lega reynslu af því að eig­inmaður minn og faðir barna minna veikist skyndi­lega af al­var­legu þung­lyndi og geðrofi.“

„Ég er kona með átak­an­lega reynslu af því að leita hjálp­ar hjá heil­brigðis­kerfi okk­ar Íslend­inga. Ég er kona með átak­an­lega reynslu af því að hringja á geðdeild Land­spít­al­ans í neyð og sagt að þar sé hjálp­ina ekki að finna, fyrst þurfi að tala við vakt­haf­andi hjúkr­un­ar­fræðing Land­spít­al­ans. Ég er kona með átak­an­lega reynslu af því að vera sagt af vakt­haf­andi hjúkr­un­ar­fræðingi að allra fyrst þurfi ég að koma hon­um til heim­il­is­lækn­is (Hvað er löng bið þar?). Ég er kona með átak­an­lega reynslu af því að koma að lokuðum dyr­um hjá geðheil­brigðis­kerfi okk­ar.“

Síðan seg­ir Anna: „Nú ári eft­ir bar­dag­ann mikla hef­ur mér verið boðið í hring­inn aft­ur. Takk fyr­ir! Nú með barnið okk­ar sem hef­ur verið and­lega lamað í heilt ár. Við þurft­um aft­ur á bráðaþjón­ustu að halda en nei allt kom fyr­ir ekki. Það þarf til­vís­un! Það þarf fyrst að hitta heim­il­is­lækni til að fá til­vís­un! Þegar ég hringi á heilsu­gæsl­una til að fá tíma hjá heim­il­is­lækni til að fá til­vís­un til geðlækn­is, þá talaði ég við sím­svara sem gaf mér ýmsa val­mögu­leika þris­var sinn­um! Ég var á end­an­um ekki viss hvort ég hefði hringt rétt og skellti á. Það sem var næst í stöðunni var bráðamót­tak­an en þar þurfti ég að ryðjast áfram grenj­andi með frekju til þess að barn­inu mínu væri sinnt sam­dæg­urs. Og af hverju þurfti það til? Vegna þess að svona til­felli eiga bet­ur heima á heilsu­gæsl­unni var svarið sem ég fékk.“

Hlust­um á þá sem lent hafa í kerf­inu, bæt­um og breyt­um, út­vist­um því sem kerfið ræður ekki við. Leggj­um áherslu á geðheil­brigði, skrif­um und­ir á www.39.is.

 

Höf­und­ur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is og vara­formaður Miðflokks­ins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 4. nóvember, 2020