Gleðilegt öfgalaust ár

Árið 2020 verður von­andi gott fyr­ir sem flesta. Ham­ingju, vel­sæld, vin­skap og vænt­umþykju skul­um við reyna að ná og sýna sem flest­um.

Auðvitað mun­um við stjórn­mála­menn­irn­ir verða ósam­mála um margt en von­andi verður hægt að ræða það með rök­um.

Rík­is­stjórn­in mun sýna á spil­in í vor þegar fjár­mála­áætl­un henn­ar verður lögð fram. Í haust mun­um við síðan sjá fjár­lög þar sem boðuð verður áfram­hald­andi stækk­un kerf­is­ins með auknu fram­lagi til rík­is­stofn­ana og ráðuneyta.

Von­andi reyn­ist þetta röng spá en með rík­is­stjórn sem hef­ur það að meg­in­mark­miði að „hanga sam­an“ verður ekki mikið um nauðsyn­leg­ar kerf­is­breyt­ing­ar.

Við erum svo hepp­in að marg­ir Íslend­ing­ar búa yfir sköp­un­ar­krafti og þann kraft verðum við að nýta á næstu árum og ára­tug­um. Þeir sem búa yfir hug­mynd­um og þekk­ingu til að breyta til hins betra verða að fá svig­rúm til þess. Hug­vits­menn okk­ar eru víða en hafa of fá tæki­færi til að sanna sig.

Rík­is­stjórn­in, sem tel­ur betra að nota nei­kvæða hvata en já­kvæða, er á rangri braut. Sett­ir eru á refsiskatt­ar og gjöld í stað þess að nota já­kvæða hvata til breyt­inga og ný­sköp­un­ar.

Breyt­ing­ar í lofts­lags­mál­um verða ekki knún­ar fram með því að refsa eða með því að draga úr vel­meg­un. Lausn­in felst í ný­sköp­un og að nýta bet­ur þekkta tækni. Hún felst einnig í því að verðlauna þau fyr­ir­tæki og ein­stak­linga sem taka þátt í breyt­ing­um til batnaðar.

Nýta mætti skatt­kerfið til að hvetja fyr­ir­tæki til að nota hreina orku­gjafa fyr­ir vél­ar og öku­tæki, end­ur­nýta úr­gang um leið og minnka hann. Setja fjár­muni í þróun umbúða og verðlauna þá sem draga úr umbúðanotk­un. Þá mætti merkja vör­ur með upp­lýs­ing­um um kol­efn­is­spor svo kaup­and­inn geti tekið meðvitaða ákvörðun um inn­kaup sín svo eitt­hvað sé nefnt.

Lofts­lagsum­ræðan hef­ur ein­kennst af upp­hóp­un­um og elt­inga­leik við það að gagn­rýna sem mest. Í þætt­in­um Kryddsíld sem sýnd­ur var á gaml­árs­dag á Stöð 2 inn­limaði formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Pírata og Viðreisn í sinn flokk og kallaði þá sam­an um­bóta­flokka. Þess­ir meintu um­bóta­flokk­ar sem eru eig­in­lega bara all­ir Sam­fylk­ing­ar­flokk­ar, kalla á hert­ar aðgerðir í lofts­lags­mál­um með gam­aldags hug­mynda­fræði í stað þess að koma fram með hug­mynd­ir að já­kvæðum lausn­um.

Sænska stúlk­an Gréta hef­ur kallað á aðgerðir og hvatt til þess að hlustað sé á vís­inda­menn. Við eig­um að draga úr meng­un og að hlusta á vís­inda­menn en þeir eru ekki all­ir sam­mála um hversu al­var­leg­ur vand­inn er. Gréta hef­ur líka sagt að fólk ætti helst ekki að nota flug­vél­ar. Slíkt er vit­an­lega óraun­hæft en orð eru til alls fyrst og því ætt­um við að nota hvatn­ingu Grétu til að finna raun­hæf­ar lausn­ir og draga úr boðum og bönn­um.

Tök­um for­ystu í um­hverf­is­mál­um á já­kvæðan hátt, án öfga og upp­hróp­ana. 

 

Höf­und­ur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is og vara­formaður Miðflokks­ins.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 6. janúar, 2020