Hroki og hleypidómar

Hroki og hleypidómar

Pistill

Miðvikudagur, 14. ágúst 2019

 

 

Nú þegar hill­ir und­ir loka­átök um 3ja Orkupakk­ann grípa meðmæl­end­ur hans til þekktra vopna í bar­áttu sinni fyr­ir er­lenda hags­muni. Nú sem fyrr er klifað á því sem gert var eða ekki gert fyr­ir 6 árum eins og það skipti sköp­um um ákv­arðanir dags­ins í dag. Enn sem fyrr er hræðslu­áróður­inn dreg­inn fram um að EES samn­ing­ur­inn sé fyr­ir bí verði OP 3 hafnað. Hvort tveggja er alrangt. For­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins eru í keppni um hver þeirra get­ur niður­lægt grasrót sína mest. Sjálf­stæðis­menn eru boðaðir til fund­ar til þess eins að formaður flokks­ins geti sagt þeim að þeim komi þetta mál ekk­ert við og að und­ir­skrift­ir þeirra, þúsund­ir, skipti ekki máli. Þing­flokk­ur­inn sé með málið. Bætt er um bet­ur og sagt að þing­flokk­ur­inn geti ekki sveifl­ast eft­ir óánægjurödd­um í flokkn­um enda er „alltaf þægi­leg­ast að vera svo­leiðis stjórn­mála­maður að hlusta bara á sjálf­an sig og taka til­lit til eig­in sam­visku í þessu mál­um“. (SÁA) Eng­um sög­um fer af því í hvers umboði þing­flokk­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins sit­ur. Það mun samt á end­an­um koma í ljós. Rit­ari flokks­ins læt­ur ekki sitt eft­ir liggja og af­neit­ar öll­um varnaðarorðum sem fram hafa komið af hönd­um fær­ustu lög­spek­inga um áður óþekkt valda­afsal, um að stjórn­ar­skrá­in sé þanin til hins ýtr­asta og að s.k. laga­leg­ir fyr­ir­var­ar séu ekki papp­írs­ins virði. Enda „er það fyrst nú upp á síðkastið sem andstaða við það hef­ur sprottið upp og stór­ar fullyrðing­ar settar fram um meint­ar skelfi­leg­ar af­leiðing­ar þess.“ (ÁAS) Ut­an­rík­is­ráðherr­ann og „wanna­be“ formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins hef­ur þó kannski komið sterk­ast­ur inn með stærstu frétt­irn­ar. Hér á Íslandi eiga að hafa verið flokk­ar norskra flugu­manna (m.a. úr norska Miðflokkn­um) til að stunda hér und­ir­róður. „Við Íslend­ing­ar eig­um sjálf­ir að ráða okk­ar mál­um“ seg­ir ut­an­rík­is­ráðherr­ann „og þess vegna skul­um við samþykkja OP3 frá Brüs­sel.“ RUV kran­inn lek­ur þessu gagn­rýn­is­laust en með at­hygl­is­verðum myndskreyt­ing­um. Norsk­ir stjórn­mála­menn og sam­tök hafa rekið mál vegna hluta inn­leiðing­ar OP3 í Nor­egi. Það verður tekið fyr­ir eft­ir nokkr­ar vik­ur fyr­ir stjórn­laga­dóm­stóli í Nor­egi en hví get­um við ekki beðið niður­stöðu hans áður en við und­ir­göng­umst OP3? Hví get­um við ekki staldrað við og gaum­gæft þau mála­ferli vegna meintr­ar rangr­ar inn­leiðing­ar sem í gangi eru? Við gæt­um ör­ugg­lega margt lært af þeirri lesn­ingu en í staðinn geng­ur rík­is­stjórn­in ákveðin í spori að bjarg­brún­inni og mun ekki láta þar staðar numið. Loka­spurn­ing­un­um er þó enn ósvarað! Hví ligg­ur svo á að inn­leiða OP3? Hverra hags­mun­ir kalla á inn­leiðingu pakk­ans?

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður. thor­steinns@alt­hingi.is

Höf­und­ur: Þor­steinn Sæ­munds­son