Hvað er fíkniefni?

„Neyslu­skammt­ur af ein­hverju efni sem „hent­ar“ ein­um get­ur drepið ann­an.“

Hug­breyt­andi efni má finna í ýms­um umbúðum og form­um. Þau eiga það sam­eig­in­legt að við inn­töku hafa þau áhrif á tauga­kerfið og ein­stak­ling­ur­inn finn­ur fyr­ir áhrif­um bæði and­lega og lík­am­lega. Talið er að um 20% þeirra sem prófa þessi efni ánetj­ist fíkn­inni, þrói með sér fíkn, og að 20% hafi það í genun­um að verða fíkl­ar.

Þau 80% sem ekki ánetj­ast fíkn­inni geta verið mann­eskj­ur sem prófa aldrei (húrra fyr­ir þeim) eða þeir sem höndla það að neyta efna án þess að missa tök­in á líf­inu.

Áfengi get­ur flokk­ast sem fíkni­efni og er selt í rík­is­versl­un­um hér­lend­is þeim sem eru orðin tví­tug­ir. Flest lækna­lyf sem eru ávana­bind­andi eru lyf­seðils­skyld. Svo eru það efn­in (fíkni­efn­in) sem eru ólög­leg, þau ganga kaup­um og söl­um á bak við tjöld­in (í und­ir­heim­um).

Oft hef ég rifjað upp í umræðu um fíkn árin frá 1920 til 1935 þegar áfengi var „ólög­legt“ víða um heim, einnig hér á landi, þá var verslað með það á bak við tjöld laga og reglna. Þetta grass­eraði í und­ir­heim­um þeirra ára og lag­anna verðir réðu ekki við verk­efnið. Marg­ar bíó­mynd­ir frá þeim tím­um lýsa því stríði. Síðar var áfengið gert lög­legt aft­ur og þá breytt­ust hand­rit­in í stríð lag­anna varða við und­ir­heim­ana. Marg­ar bíó­mynd­ir í dag fjalla um stríð lög­reglu við kaup­menn und­ir­heimanna sem höndla með ólög­leg fíkni­efni.

Bann­ár­in 1920 til 1935 höfðu mik­il áhrif en ein­mitt á þeim árum varð mik­il framþróun í glím­unni við alkó­hól­isma (Bakkus kon­ung) og AA-sam­tök­in urðu til. Í sinni ein­föld­ustu mynd ganga þau út á að tveir eða fleiri alkó­hólist­ar sem þrá að losna frá viðjum fíkn­ar­inn­ar finna „friðinn“ í sam­tali sín á milli. Við að sam­hæfa reynslu sína, styrk og von­ir hef­ur náðst ár­ang­ur vítt um heim­inn sem marg­ir telja krafta­verk. 12 reynslu­spor sam­tak­anna eru hryggj­ar­stykkið sem þau byggja á. Fíkni­efn­in eru marg­vís­leg og fíkn­in af ýms­um toga, samt virka spor­in og hjálpa þeim sem þau vinna.

Þróun er í heimi hug­breyt­andi efna sem geta valdið auk­inni fíkn. Þró­un­in er gríðarleg og hef­ur fíkn­arþátt­ur efn­anna í mörg­um til­fell­um verið auk­inn í fram­leiðslu til að flækja fleiri ein­stak­linga í net fíkn­ar­inn­ar. Það kem­ur meðal ann­ars fram í aukn­ingu geðhvarfa­sýki hjá þeim sem nota kanna­bis­efni og reynd­ar fleiri efni.

Mik­il umræða hef­ur verið um neyslu­skammta fíkni­efna og þar hef­ur und­ir­ritaður tekið til máls í ræðum og riti á vett­vangi stjórn­mál­anna eða frá ár­inu 2013 og þar á und­an á öðrum vett­vangi.

Ein­stak­ling­ur sem hef­ur í fór­um sín­um fíkni­efni til eig­in neyslu og er tek­inn af lög­reglu get­ur lent á saka­skrá, sem hef­ur ófyr­ir­séðar af­leiðing­ar. Þannig get­ur mynd­ast gjá á milli þeirra sem eiga í vand­ræðum með líf sitt vegna neyslu og ótt­ans við yf­ir­valdið.

En hvað er neyslu­skammt­ur? Þeir sem neyta fíkni­efna þróa með sér þol fyr­ir „skammta­stærðum“. Neyslu­skammt­ur af ein­hverju efni sem „hent­ar“ ein­um get­ur drepið ann­an. Varla get­ur það verið boðlegt ef gera á neyslu­skammta fíkni­efna „lög­lega“ eða refsi­lausa ef þetta er staðreynd. Það að börn und­ir lögaldri séu í þess­um hópi ger­ir málið enn flókn­ara og því þarf að vanda til verka til að fást við þenn­an vanda enn frek­ar.

Meðferðarúr­ræði hér­lend­is eru á heims­mæli­kv­arða, en bar­átta þeirra til að ná ár­angri hef­ur kostað blóð, svita og tár og sam­starfið við ríkið ekki gengið sem skyldi. Það sést best á biðlist­un­um, sem hafa verið um 600 hundruð manns um ára­bil.

Reynsla annarra landa sem tekið hafa skref í af­glæpa­væðingu efna leiðir í ljós að taka verður á vand­an­um heilt yfir. Það er að segja: meðferðarúr­ræði þurfa að standa opin þeim sem þangað leita, oft þarf sjúk­ling­ur fleiri en eina meðferð til að ná bata. Eft­ir­fylgni sjúk­linga eft­ir meðferð þarf að vera í lagi. Hús­næðismál sjúk­linga eru oft í ólestri og þar þarf að bæta úr á fag­leg­an hátt eft­ir meðferð. Fé­lags- og sál­fræðiþjón­usta auk for­varn­a­starf­semi eru þætt­ir sem sí­fellt eru í framþróun. Fjöl­marg­ar leiðir geta verið til úr­lausna og eru bæði kost­ir og gall­ar við þær flest­ar. Vand­lega þarf að meta aðstæður og velja hvaða leið eða stefna hent­ar best ís­lensk­um aðstæðum.

Ég hef stund­um sagt að þau lönd sem vilja ná tök­um á þess­um mál­um komi sam­an og sam­hæfi reynslu sína, styrk og von­ir til lausn­ar vand­an­um. Ein­mitt núna á heim­ur­inn í glímu við veiru sem kall­ast Covid-19 og sú veira fer ekki í mann­greinarálit frek­ar en fíkn­sjúk­dóm­ur­inn. Og hvað ger­um við jarðarbú­ar þá? Jú, við sam­hæf­um reynslu okk­ar, styrk og von­ir til að ná ár­angri og vinn­um úr mál­um miðað við aðstæður í hverju landi.

 

Höf­und­ur:  Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokks­ins í NV-kjör­dæmi. sig­ur­d­ur­pall@alt­hingi.is

Greinin birtist í Morgunblaðinu 16.7.2020