Hvernig náum við vopnum okkar?

Hvernig náum við vopnum okkar?

 

Hvernig losnum við undan ógn kórónuveirunnar sem nú geisar?  Mig langar að segja mína skoðun, ég geri ekki kröfu til þess að allir séu mér sammála, enda veit enginn hvað er nákvæmlega hvað framtíðin ber í skauti sér þessa dagana.

Hjarðónæmi þýðir að veiran deyi út.  60% þjóðarinnar þurfa að sýkjast og ná sér.  Það þýðir að af 350.000 þúsund manns þurfa 210.000 Íslendingar að sýkjast til þess að það náist.  Við erum nú ekki alveg komin á þann stað.  Innan við 2000 manns hafa sýkst hérlendis svo vitað sé eða 1 prósent af því sem þarf til að hjarðónæmi skapist. Við getum því miður ekki treyst á vend hjarðónæmis að svo búnu.  Þá er spurningin getum við haft samkomubann og lokað ferðum til og frá landinu þar til að veiran deyr út í öllum heiminum?  Hvað myndi  það langan tíma? Hugsanlega tæki það 2 til 3 ár?  Getum við þraukað þar til bóluefni finnst?  Gæti það tekið eitt ár eða lengur?  Hversu lengi þyrftum við að bíða eftir 350.000 skömmtum?  Við erum ekki sloppin en erum að standa okkur vel að ná að sinna öllum þeim sem eru alvarlega veikir.  Við erum í  langhlaupi og við þurfum að anda rólega og standa saman.  Ég er allavega fegin að hér er nóg af mat, takk íslenskir bændur, nóg af hugrökku heilbrigðisstarfsfólki, takk mínar hetjur og ég get sofið róleg. Við búum í öruggu landi og ættum að geta verið sjálfbær að miklu leyti. Langhlaup er framundan. Kæru landar samstaða skiptir öllu máli. Við munum ná vopnum okkar að nýju.

 

Valgerður Sveinsdóttir, lyfjafræðingur og varaþingmaður Miðflokksins