Ísland skuldbundið að kaupa ekki bóluefni utan samnings ESB

Samkvæmt sóttvarnarlækni hefur Ísland skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins.  Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, tók upp málið í störfum þingsins á Alþingi í dag og spurði meðal annars hvers konar samning sé um að ræða og af hverju við getum ekki samið beint við bóluefnaframleiðendur eins og þjóðverjar hafa gert.

Sigurður Páll: 

"Ég spyr: Hvers lags samningur er þetta? Þetta er mjög íþyngjandi í þennan enda. Svo les maður heyrir í fréttum að Þjóðverjar, sem eru jú í Mekka Evrópusambandsins, séu að semja um bóluefni á annan hátt líka. Þá spyr ég: Hvernig stendur á því að við getum ekki gert það eins og þeir? Eru stjórnvöld jafnvel að hugsa um þau mál? Er hægt að fá upplýsingar um það opinberlega? Ég held að þjóðin gerir kröfu um að fá upplýsingar um það ef eitthvað annað er í gangi en það sem hér segir. Þetta er mikið heilsufarsmál og það kostar líka þjóðina 1 milljarð á dag að málin séu eins og þau eru í dag."

 

Upptöku af ræðu Sigurðar Páls á Alþingi má sjá hér