Kvenréttindadagurinn er í dag

Kvenréttindadagurinn 19. júní er í dag og fögnum við því að nú eru 105 ár síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt.

Þann 19. júní árið 1915 undirritaði Kristján X. konungur lög um breytingu á stjórnarskrá Íslands sem færði konum 40 ára og eldri kosningarétt til Alþingis.  Með því urðu íslenskar konur þær fyrstu í heimi til að fá almennan kosningarétt og kjörgengi.

Konur héldu upp á kosningaréttinn með hátíðarhöldum 19. júní 1915 og mörg ár þar á eftir og er dagurinn iðulega nefndur kvenréttindadagurinn.

Miðflokkurinn óskar öllum konum til hamingju með daginn!