Laugavegurinn og lokunaráráttan

Borg­ar­stjóri og meiri­hlut­inn í Reykja­vík eru í stríði við rekstr­araðila og stór­an hluta Reyk­vík­inga sam­kvæmt síðustu skoðana­könn­un sem birt var. Í viðtali við formann skipu­lags- og sam­gönguráðs, Sig­ur­borgu Ósk Har­alds­dótt­ur, sem birt­ist í Morg­un­blaðinu 28. maí sl., sagði hún að könn­un­in væri ákall um að kynna bet­ur kosti göngugatna! Nei hættið þið nú – hún hefði al­veg eins getað sagt að Reyk­vík­ing­ar væru illa upp­lýst­ir og jafn­vel illa gefn­ir. Í það minnsta „þyrftu þeir meiri fræðslu“ til að átta sig á hvernig göngu­göt­ur virka og hvaða áhrif þær hafa í heim­in­um og þetta væri ekk­ert öðru­vísi hér á Íslandi eins og hún orðar það í viðtal­inu. Þau viti það sko. Hrok­inn ríður ekki við einteym­ing hjá þessu fólki sem tel­ur sig vera að stjórna borg­inni. Enn á ný flyt ég til­lögu sem varðar lok­un Lauga­veg­ar­ins fyr­ir fjöl­skyldu­bíl­um á fundi borg­ar­stjórn­ar í dag, nú með áherslu á ör­ygg­is­mál þessa svæðis. Hún hljóðar svo:
 

Borg­ar­stjórn samþykk­ir að fallið verði frá ákvörðunum um götu­lok­an­ir: Sum­ar­göt­ur 2020 í miðbæn­um, sem samþykkt­ar voru á fundi skipu­lags- og sam­gönguráðs þann 26. maí sl. Einnig er lagt til að fá álit/​um­sögn frá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, al­manna­vörn­um höfuðborg­ar­svæðis­ins og Neyðarlín­unni um götu­lok­an­irn­ar og aðgengi neyðarbíla að svæðinu hvað varðar þá ákvörðun að loka Lauga­veg­in­um frá Frakka­stíg að Lækj­ar­götu. Með til­lög­unni fylg­ir grein­ar­gerð sem er svohljóðandi: Hið lokaða svæði er 100% stærra en árið 2019 og er því um mjög víðtæk­ar og íþyngj­andi aðgerðir að ræða. Gangi þess­ar áætlan­ir eft­ir er ljóst að aðgengi sjúkra­bíla, slökkviliðsbíla og lög­reglu verður mjög skert, því meiri­hlut­inn boðar að fjölga eigi mjög úti­svæðum fyr­ir utan veit­ingastaði á þann hátt að hægt verði að koma fyr­ir stól­um, borðum, blóma­kerj­um og bekkj­um á göngu­göt­unni sem til verður. Þessi til­laga snýst um að hægt verði að bjarga manns­líf­um þegar vá steðjar að, s.s. bruni, heilsu­fall, vopnuð rán á af­greiðslu­tíma versl­ana og veit­inga­húsa og lík­ams­árás­ir.

 

Höf­und­ur:  Vigdís Hauksdóttir, borg­ar­full­trúi Miðflokks­ins

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 2. júní, 2020