Löggæslu þarf að stórefla

Lög­regl­an gegn­ir mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Á verksviði lög­reglu er að hafa eft­ir­lit með lög­brot­um og láta þá sem upp­vís­ir verða að þeim sæta ábyrgð að lög­um. Til þess að lög­regl­an geti sinnt þessu hlut­verki sínu verður hún að hafa yfir að ráða nægi­leg­um mannafla og tækj­um til starf­sem­inn­ar.

 

Gíf­ur­leg áhætta

Skýrsla rík­is­lög­reglu­stjóra frá því í maí í vor um skipu­lagða brot­a­starf­semi dreg­ur upp ófagra mynd af getu lög­regl­unn­ar til að bregðast við þeim nýja veru­leika sem þar blas­ir við. Þar kem­ur fram að í þeim fimm brota­flokk­um sem skoðaðir voru og falla helst und­ir skipu­lagða brot­a­starf­semi sé áhætt­an gíf­ur­leg eða mjög mik­il.

Þess­ar brota­teg­und­ir eru inn­flutn­ing­ur, sala og fram­leiðsla fíkni­efna, smygl á fólki, þ.ám. vændi og man­sal, vinnu­markaðsbrot, pen­ingaþvætti og hóp­ar far­and­brota­manna.

Þá seg­ir í skýrsl­unni að rann­sókn­ir lög­reglu leiði í ljós skipu­lagða mis­notk­un til­tek­inna er­lendra af­brota­manna og hópa á op­in­ber­um þjón­ustu­kerf­um á Íslandi. Þar er átt við bóta­kerfi, vinnumiðlun, mót­töku­kerfi vegna flótta­fólks og um­sækj­enda um alþjóðlega vernd og þá fé­lags­legu aðstoð sem þeim stend­ur til boða. Skaðinn af þessu er marg­vís­leg­ur, ekki ein­ung­is fjár­hags­leg­ur held­ur er þetta fallið til að draga úr skil­virkni op­in­berr­ar þjón­ustu við þá sem raun­veru­lega þurfa á aðstoð að halda.

Skipu­lögð glæpa­sam­tök finna starf­semi sinni gjarn­an vett­vang á nokkr­um ólík­um brota­sviðum sam­tím­is. Þetta eru oft þau brot sem geta gefið vel í aðra hönd á stutt­um tíma með lág­marks­áhættu fyr­ir brota­menn­ina. Í skýrsl­unni kem­ur fram að um­svif er­lendra glæpa­hópa fari vax­andi í til­greind­um brota­flokk­um. Hætt­an sem skap­ast í sam­fé­lag­inu er mik­il og hætt­an á al­var­legu of­beldi í tengsl­um við starf­sem­ina er oft gíf­ur­leg að sama skapi.

 

Krafa um mark­viss viðbrögð

Ein niðurstaða skýrsl­unn­ar er að staða lög­gæslu­mála hér sé með þeim hætti að geta lög­reglu til að tak­ast á við og sinna rann­sókn­um á skipu­lagðri brot­a­starf­semi sé lít­il og mönn­um við rann­sókn­ir þess­ara mála hef­ur jafn­vel fækkað að und­an­förnu.

Í ljósi alls þessa er mik­il­vægt að fyr­ir­liggj­andi skipu­lags­breyt­ing­ar í lög­reglu heppn­ist vel og lög­reglu verði búið skil­virkt skipu­lag svo kraft­ar henn­ar nýt­ist sem allra best.

Skipu­leg brot­a­starf­semi er í eðli sínu oft fjölþjóðleg og kall­ar því á víðtæka sam­vinnu lög­reglu­yf­ir­valda, en einnig skattyf­ir­valda og banka­stofn­ana. Þetta eðli brot­anna útheimt­ir mik­inn mann­skap og víðtæka kunn­áttu. Við get­um ekki leyft okk­ur að sitja með hend­ur í skauti meðan þess­ari starf­semi vex fisk­ur um hrygg.

Ný­leg­ar frétt­ir af veik­leik­um í eft­ir­liti og viðbrögðum hér­lend­is á sviði pen­ingaþvætt­is­mála og gruns um víðtæk mútu­mál gera enn frem­ur ský­lausa kröfu um mark­viss viðbrögð.

 

Höf­und­ur:  Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokks­ins í Suður­kjör­dæmi

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 13. desember, 2019