Miðvarpið | Erna og Sigurður ræða fullveldismálin

Gestur Miðvarpsins í dag er Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands en hún skipar annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Framboð Ernu hefur vakið athygli og eftirtekt í Suðurkjördæmi enda er hún ekki vön að liggja á skoðunum sínum.

Erna var lengi í stjórn Heimssýnar og formaður um tíma og hefur talað skelegglega fyrir fullveldi landsins.

Hún segir að sér sé annt um að Íslendingar haldi góðum samskiptum við Evrópusambandið en fráleitt sé að ganga þangað inn. Hún segist undrast viljaleysi ESB-flokkanna við að setja málið á dagskrá þó hún segist auðvitað fagna því.

Fullveldismálin séu hins vegar alltaf til umræðu og ljóst sé að þar sé Miðflokkurinn í fylkingarbrjósti.

Hér fer Erna yfir stöðuna í þessum málaflokki í spjalli Miðvarpsins við hana.

Miðvarpið | Erna Bjarnadóttir