Nýtt eilífðarvandamamál

Vel er þekkt hvernig van­hugsuð innviðaverk­efni koma sveit­ar­fé­lög­um og jafn­vel heilu ríkj­un­um í langvar­andi fjár­hags­vand­ræði þar sem viðvar­andi keðju­verk­un leiðir til stig­vax­andi út­gjalda og hærri skatta. Borg­ar­línu­hug­mynd meiri­hlut­ans í Reykja­vík hef­ur flest ein­kenni slíkra verk­efna. Málið hef­ur verið sett á odd­inn oft­ar en einu sinni í kosn­inga­bar­áttu. Ekk­ert út­lit var fyr­ir að borg­ar­yf­ir­völd­um tæk­ist að koma íbú­un­um í þau vand­ræði sem verk­efnið mun valda. Svo gerðust þau und­ur að rík­is­stjórn­in lét plata sig til að fjár­magna aðal­kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík.

Kosn­ing­ar 2018

Á aug­lýs­inga­skilt­um um alla borg birt­ust mynd­ir af borg­ar­stjór­an­um yfir orðunum „Borg­ar­lína“ eða „Miklu­braut í stokk“. Á þessu var hamrað á vefsíðum og í aug­lýs­inga­tím­um annarra fjöl­miðla. Þessi her­ferð var skond­in í ljósi þess að sömu áform höfðu verið kynnt áður af þeim sem stjórna „skýja­borg­inni Reykja­vík“. Hún var líka sér­kenni­leg í ljósi þess að borg­in hafði verið rek­in með viðvar­andi halla á góðær­is­tím­um, hafði vart fjár­hags­lega burði til að hirða rusl og reiddi sig á rík­isaðstoð við rekst­ur þeirra al­menn­ings­sam­gangna sem fyr­ir voru.

Ráðherr­arn­ir og sátt­mál­inn

Þá var sett­ur sam­an svo­kallaður sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins. Með sam­komu­lag­inu féllst ríkið á að stofna sér­stakt op­in­bert hluta­fé­lag, nýtt ríki í rík­inu með ótrú­leg völd, sem hefði það hlut­verk að gera kosn­ingalof­orð Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Reykja­vík að veru­leika. Í því skyni myndi ríkið leggja til verðmæt­ar eign­ir, Keldna­landið og jafn­vel Íslands­banka, og leggja ný gjöld á al­menn­ing. Gjöld­in voru rétti­lega skírð tafa­gjöld en lík­lega töldu ein­hverj­ir aug­lýs­inga­menn nafn­gift­ina of lýs­andi og tafa­gjöld­in voru end­ur­skírð „flýtigjöld“.

Ríkið tók að sér að standa und­ir megn­inu af kostnaðinum (75%) en sveit­ar­fé­lög á höfuðborg­ar­svæðinu áttu að sjá um rest. Stjórn­end­ur Reykja­vík­ur, sem er kom­in í mikl­ar fjár­hagskrögg­ur eins og fyrr grein­ir, vissu í hvað stefndi um leið og rík­is­stjórn­in var lent í net­inu. Full­trúi borg­ar­inn­ar sendi því ráðherra bréf þar sem hún fór fram á að fá að leggja nýja skatta eða gjöld á íbú­ana til að standa und­ir sín­um litla hluta (um 15%) af fram­kvæmd­um vegna Borg­ar­línu. Haf­andi gert sér grein fyr­ir því hver réði för létu borg­ar­yf­ir­völd sér ekki nægja að biðja um heim­ild­ina held­ur skrifuðu drög að laga­grein­um ásamt grein­ar­gerð fyr­ir rík­is­valdið.

Tvö­falt kerfi og fram­kvæmda­stopp

Mark­miðið með þessu öllu er að koma á tvö­földu kerfi al­menn­ings­sam­gangna á höfuðborg­ar­svæðinu. Nú­ver­andi kerfi geng­ur illa. Aðeins um þriðjung­ur tekna Strætó kem­ur frá farþegum, rest­in frá skatt­greiðend­um. Fyr­ir ára­tug var gert und­ar­legt sam­komu­lag milli rík­is­ins og sveit­ar­fé­lag­anna um svo­kallað fram­kvæmda­stopp. Gegn því að eng­ar meiri­hátt­ar úr­bæt­ur yrðu gerðar í sam­göng­um á höfuðborg­ar­svæðinu á kostnað rík­is­ins skyldi ríkið styrkja al­menn­ings­sam­göng­ur um millj­arð á ári.

Ríkið borgaði sem sagt fyr­ir að komið yrði í veg fyr­ir að ráðist yrði í nauðsyn­leg­ar úr­bæt­ur. Þetta merki­lega sam­komu­lag átti að skila því að nýt­ing al­menn­ings­sam­gangna færi úr 4% í 8%. Nú ligg­ur fyr­ir að ár­ang­ur­inn varð eng­inn. Um­ferðartepp­ur hafa reynd­ar auk­ist til muna vegna fram­kvæmda­stopps­ins (sem er ár­ang­ur í huga sumra) en nýt­ing­ar­hlut­fall strætó er enn 4%.

Hvað gerði svo nú­ver­andi rík­is­stjórn þegar hún sá að verk­efnið hafði ekki skilað nein­um ár­angri á ára­tug? Að sjálf­sögðu ákvað hún að fram­lengja, nema nú til 12 ára. Til viðbót­ar var svo skrifað und­ir sam­komu­lag þar sem rík­inu var allra­náðarsam­leg­ast heim­ilað að ráðast í ákveðnar sam­göngu­úr­bæt­ur sem höfðu beðið árum eða ára­tug­um sam­an gegn því að greiða lausn­ar­gjald í formi fjár­mögn­un­ar Borg­ar­línu.

Til­gang­ur Borg­ar­línu

Hinar langþráðu úr­bæt­ur á vega­kerf­inu og Borg­ar­lín­an hald­ast þó ekki í hend­ur. Því einn af helstu kost­um Borg­ar­lín­unn­ar mun vera sá að þrengja að ann­arri um­ferð. Það er gert með því að taka tvær ak­rein­ar (eina í hvora átt) af nokkr­um helstu sam­gönguæðum höfuðborg­ar­svæðis­ins. Einnig með því að fækka bíla­stæðum og veita Borg­ar­lín­unni for­gang á öll­um ljós­um og koma þannig í veg fyr­ir langþráðar end­ur­bæt­ur á stýr­ingu um­ferðarljósa.

Gerð er ágæt grein fyr­ir þessu í skýrslu danska ráðgjaf­ar­fyr­ir­tæk­is­ins COWI. Fyr­ir­tækið kom auga á þá aug­ljósu staðreynd að eðli Reykja­vík­ur og nýt­ing­ar­hlut­fall al­menn­ings­sam­gangna leyfði ekki dýrt verk­efni eins og Borg­ar­lín­unna. Því var út­skýrt að það þyrfti að þrengja að ann­arri um­ferð, fækka bíla­stæðum o.s.frv. til að neyða fólk í strætó. Reynd­ar notuðu skýrslu­höf­und­ar ekki orðið „neyða“ en í frum­vörp­um vegna máls­ins er ekki dreg­in dul á að mark­mið stefn­unn­ar sé „neyslu­stýr­ing“.

Þingið stimpl­ar

Eft­ir sam­skipti sín við rík­is­stjórn­ina töldu borg­ar­yf­ir­völd greini­lega að af­greiðsla þings­ins væri bara forms­atriði því þegar hef­ur tals­verður fjöldi fólks verið ráðinn til að vinna að verk­efn­inu, ófá­ar glærukynn­ing­ar verið birt­ar, sér­stök sýn­ing sett upp í Ráðhús­inu og hönn­un sæt­anna sem eiga að vera í biðskýl­un­um kynnt.

Þótt búið sé að hanna sæt­in í biðskýl­in er allt á huldu um kostnaðinn við verk­efnið. Ekki ligg­ur einu sinni fyr­ir hvernig ríki og borg ætla að haga hinni nýju gjald­töku til að standa straum af fram­kvæmda­kostnaðinum. Því hef­ur verið hent fram að fram­kvæmd­in muni kosta um 80 millj­arða króna (meira en tvö­falda kostnaðaráætl­un Sunda­braut­ar) en þar er byggt á er­lend­um áætl­un­um fyr­ir slík verk­efni sem nán­ast und­an­tekn­ing­ar­laust hafa farið úr bönd­un­um og jafn­vel reynst fræg vand­ræðaverk­efni. Dett­ur ein­hverj­um í hug að í Reykja­vík muni kostnaðaráætl­un stand­ast bet­ur?

Rekstr­aráætl­un­in er týnd

Und­ar­leg­ast af öllu er þó að ekki skuli liggja fyr­ir rekstr­aráætl­un fyr­ir þetta risa­stóra verk­efni. Hvernig get­ur það gerst að ríkið samþykki að selja verðmæt­ar eign­ir al­menn­ings og leggja á nýja skatta til að fjár­magna verk­efni sem eng­inn virðist hafa hug­mynd um hvað muni kosta að reka? Þó vit­um við að til stend­ur að reka tvö­falt stræt­is­vagna­kerfi. Hefðbundn­ir vagn­ar varða rekn­ir áfram og kostnaður­inn við þá, eina og sér, mun aukast þegar Borg­ar­lín­an bæt­ist við (um a.m.k. tvo millj­arða á ári) en kostnaður­inn við Borg­ar­lín­una sjálfa bæt­ist þar ofan á. Dett­ur ein­hverj­um í hug að borg­ar­yf­ir­völd muni ekki láta ríkið og skatt­greiðend­ur bera rekstr­ar­kostnaðinn til framtíðar?

Áformin lýsa til­raun til að ráðast í „sam­fé­lags­verk­fræði“ án til­lits til þarfa eða vilja borg­ar­búa. Af­leiðing­in verður sú að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins munu þurfa að borga meira fyr­ir að sitja leng­ur fast­ir í um­ferðinni.

Mál­inu er ekki lokið

Við þinglok tókst þing­mönn­um Miðflokks­ins, með erfiðismun­um, að koma inn nokkr­um fyr­ir­vör­um við verk­efnið. Þeir varða m.a. kostnað, trygg­ing­ar varðandi Sunda­braut og aðrar sam­göngu­bæt­ur, skipu­lags­mál Keldna­lands­ins, nýtt sjúkra­hús og höml­ur á hið nýja op­in­bera hluta­fé­lag.

Fyrst og fremst eru breyt­ing­arn­ar til þess falln­ar að styrkja stöðu stjórn­valda og kjós­enda framtíðar­inn­ar og auka lík­urn­ar á að hægt verði að losna úr þessu óheilla­verk­efni, greiða fyr­ir um­ferð og reka al­menn­ings­sam­göng­ur sem virka. Það mun hins veg­ar ekki ger­ast af sjálfu sér. Saga máls­ins og annarra sam­bæri­legra til þessa sýn­ir að erfitt muni reyn­ast að stoppa kerfið þegar það er búið að leggja lín­una.

Höfundur er formaður Miðflokksins

Greinin birtist í Morgunblaðinu 6.7.2020