Samherji og Ríkisútvarpið - Kórónuveiran og stjórnvöld

Samherji og Ríkisútvarpið - Kórónuveiran og stjórnvöld
 
Mörg­um er mikið niðri fyr­ir vegna mynd­bands Sam­herja hf. þar sem aðför Seðlabank­ans og mögu­lega Rík­is­út­varps­ins er sett í nýtt ljós. Þegar meint­ar mútu­greiðslur fyr­ir­tæk­is­ins í Namib­íu komust í há­mæli sagði ég að ég ætlaði ekki að fella dóma fyrr en málið væri rann­sakað, mögu­lega ákært og dæmt í því. Sama ætla ég að gera varðandi Rík­is­út­varpið og þátt frétta­manns þess í aðför Seðlabank­ans að fyr­ir­tæk­inu sem bank­inn varð á end­an­um að at­hlægi fyr­ir. Ég ætla ekki að dæma um­rædd­an frétta­mann fyrr en allt er komið fram. Ég leyfi mér hins veg­ar að glotta smá vegna kvört­un­ar hans yfir því að upp­tak­an með hon­um sé „sund­urklippt“.
 

Góður vin­ur minn sem unnið hef­ur á fjöl­miðlum lengi sagði eitt sinn að blaðamenn (frétta­menn) ættu ekki að búa til frétt­ir held­ur segja frétt­ir. Nú hef ég ekki hug­mynd um hvort starfsmaður Rík­is­út­varps­ins var að búa til frétt eða ekki, það mun koma í ljós en það hef­ur vit­an­lega gerst að blaðamenn hafi búið til frétt­ir. Þegar mót­mæl­in stóðu sem hæst í hrun­inu bað fréttamaður Rík­is­út­varps­ins mót­mæl­end­ur að end­ur­taka ákveðinn gjörn­ing svo hann næðist í mynd. Blaðamaður Frétta­blaðsins skrifaði eitt sinn langa „frétt“ um Alþingi sem reynd­ist svo allt sam­an „henn­ar til­finn­ing“. Fleira mætti nefna.

Ekki erum við laus við kór­ónu­veiruna og virðist mér marg­ir tala um að hún sé kom­in til að vera. Það þýðir vænt­an­lega að þar til bólu­efni verður í boði má bú­ast við að veir­an taki sig upp aft­ur og aft­ur. Fyr­ir ís­lensk heim­ili og at­vinnu­líf er afar erfitt að búa við þá óvissu sem fylg­ir veirunni, þ.e. hvort boð og bönn verða hert þessa vik­una eða losað um þau. Óljóst er því hvernig fyr­ir­tæk­in og heim­il­in eiga að haga sín­um rekstri og ómögu­legt að gera áætlan­ir til framtíðar.

Rík­is­stjórn­in hef­ur ekki haft sam­ráð við stjórn­ar­and­stöðuna um viðbrögð eða leitað til­lagna hjá henni um aðgerðir þrátt fyr­ir að t.d. Miðflokk­ur­inn hafi komið fram með fjöl­marg­ar til­lög­ur. Bolt­inn er hjá stjórn­mála­mönn­un­um (rík­is­stjórn­inni) segja sér­fræðing­arn­ir, þann bolta verður rík­is­stjórn­in að taka í fangið og spila hon­um rétt. 

Nú þarf að skapa svig­rúm og ör­yggi og til þess þarf stór­ar aðgerðir líkt og Miðflokk­ur­inn benti á í upp­hafi og finna má á vefsíðu flokks­ins. Gera þarf áætl­un um að halda verðmæt­um at­vinnu­lífs og heim­ila óbreytt­um a.m.k. fram á mitt næsta ár og nýta tím­ann til að móta djarfa áætl­un um framtíðina sem nær til helstu at­vinnu­greina lands­ins og hún þarf að vera stærri og betri en þær sem sam­keppn­islönd okk­ar koma fram með.

Tvinna þarf sam­an hags­muni helstu at­vinnu­greina og laða til lands­ins fjár­festa og ferðamenn og selja sem aldrei fyrr ís­lenska hrein­leik­ann, án upp­runa­vott­orða orku­fram­leiðenda sem draga úr trú­verðug­leik­an­um.

 

Höf­und­ur:  Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Suðvest­ur­kjör­dæm­is og vara­formaður Miðflokks­ins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 12. ágúst, 2020