Sjónvarpslausir fimmtudagar

#10 - Sjónvarpslausir fimmtudagar - 18.11.2022

Lofslagskirkjan í Egyptalandi – 27. lokatilraunin til að bjarga heiminum frá dómsdegi – Salan á Íslandsbanka – Leynigestur og HM hornið

Sigmundur Davíð og Bergþór fara yfir það sem hæst bar í vikunni.
Bergþór var að skila sér til landsins eftir að hafa sótt COP27 – Lofslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi. Þar gerðu umræðustjórarnir grein fyrir því að þar og þá væri gerð 27. lokatilraunin til að bjarga mannkyni frá sjálfu sér og alltaf eru víst 6-10 ár í dómsdag að mati helstu sérfræðinga.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar um sölu á hlutum ríkisins í Íslandsbanka er rædd og helstu álitaefni henni tengd.
Högni Elfar Gylfason, varaþingmaður í NV-kjördæmi, sem var inni á þingi á meðan Bergþór var erlendis, var gestur þáttarins, en hann hefur með þessari fyrstu viku sinni á þingi stimplað sig inn sem einn af afkastamestu varaþingmönnum í langan tíma.
HM-hornið var opnað og farið yfir það helsta sem áhugavert er á fyrsti dögum mótsins. Ronaldo var ekki ræddur í þetta skiptið.

Hlustaðu á þáttinn hér