Upplýsingasíður á ensku og pólsku á heimasíðu Miðflokksins

UPPLÝSINGASÍÐUR Á ENSKU OG PÓLSKU Á HEIMASÍÐU MIÐFLOKKSINS

Það er ánægjulegt að segja frá þeirri nýjung að nú eru komnar upplýsingasíður um Miðflokkinn á ensku og pólsku á heimasíðu flokksins.  
Upplýsingasíðurnar má finna efst í hægra horni heimasíðunnar með því að smella á þjóðfánana og verða uppfærðar reglulega.
Á upplýsingasíðunum er að finna helstu upplýsingar um flokkinn og má þar nefna sögu og stefnu flokksins, nöfn og netföng þingmanna, upplýsingar um vöfflukaffið og samfélagsmiðla okkar sem og opnunartíma skrifstofu flokksins í Hafnarstræti, netfang og síma.