Álagsgreiðsla til heilbrigðisstarfsfólks á hættutímum

Fjár­auka­lög vegna veirufar­ald­urs­ins voru samþykkt á Alþingi fyr­ir skömmu. Í vinnu fjár­laga­nefnd­ar Alþing­is lagði Miðflokk­ur­inn ríka áherslu á að starfs­fólki í umönn­un og veit­ingu heil­brigðisþjón­ustu til Covid-19-smitaðra ein­stak­linga yrði greidd sér­stök álags­greiðsla fyr­ir mik­il­vægt og áhættu­samt starf. Meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar sýndi því lít­inn áhuga. Miðflokk­ur­inn brá þá á það ráð að flytja breyt­ing­ar­til­lögu við fjár­auka­laga­frum­varpið ásamt stjórn­ar­and­stöðuflokk­un­um um sér­staka álags­greiðslu. Til­lag­an var felld af rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, Vinstri-græn­um, Sjálf­stæðis­flokki og Fram­sókn.

 

Tak­markaður skiln­ing­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Því miður virðist rík­is­stjórn­in hafa tak­markaðan skiln­ing á mik­il­vægi þess að umb­una okk­ar lyk­il­starfs­fólki í heil­brigðisþjón­ustu á hættu­tím­um, þegar álag í störf­um þess er gríðarlegt. Þekkt er að laun hjúkr­un­ar­fræðinga og ljós­mæðra á Land­spít­al­an­um voru lækkuð um mánaðamót­in. Sú lít­ilsvirðing sem þar var sýnd mik­il­væg­um starfs­stétt­um sem leggja sig dag­lega í hættu olli hörðum viðbrögðum stjórn­ar­and­stöðunn­ar á Alþingi og í sam­fé­lag­inu. Var rík­is­stjórn­in gerð aft­ur­reka með málið. For­stjóri Land­spít­ala hef­ur sent heil­brigðisráðherra sér­stakt bréf vegna álags á starfs­fólk Land­spít­al­ans með til­lögu um umb­un því til handa. Heil­brigðis­stofn­an­ir á lands­byggðinni hafa ekki farið var­hluta af álag­inu og því má ekki gleyma að sinna þarf Covid-19-sjúk­ling­um í heima­hús­um. For­stöðumenn allra heil­brigðis­stofn­ana á land­inu hafa sent ráðherra bréf þar sem lýst er áhyggj­um af því að kjara­samn­ing­ar hjúkr­un­ar­fræðinga hafa verið laus­ir í meira en eitt ár og ból­ar ekki á sam­komu­lagi.

 

Önnur lönd umb­una heil­brigðis­starfs­fólki

Lönd­in í kring­um okk­ur greiða nú sínu heil­brigðis­starfs­fólki álag.  Í Svíþjóð og nokkr­um ríkj­um Banda­ríkj­anna er greidd föst umb­un.  Hana fá ekki ein­ung­is þeir sem eru í fremstu fram­línu, enda mæðir á öllu starfs­fólki.  Það vek­ur óneit­an­lega at­hygli og er veru­lega dap­ur­legt að rík­is­stjórn­in, með konu í stóli for­sæt­is­ráðherra og konu í stóli heil­brigðisráðherra, skuli ekki meta störf stærstu kvenna­stétt­ar lands­ins, hjúkr­un­ar­fræðinga, meira en raun ber vitni. 
 
 

Birgir Þórarinsson, þingmaður og fulltrúi Miðflokksins í fjár­laga­nefnd Alþing­is

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 6. apríl, 2020