Hatursorðræðustofnun ríkisins

Glæra úr kennslustund í Verslunarskóla Íslands leit nýlega dagsins ljós. Þar mátti sjá tveimur helstu illmennum sögunnar og fjöldamorðingjum, Adolf Hitler og Benito Mussolini, raðað upp við hlið Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fyrrverandi forsætisráðherra og þeir sagðir aðhyllast sömu stjórnmálastefnu. Glæran var sett saman af kennara sem vill svo til að er líka frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar–græns framboðs á sveitarstjórnarstiginu – nokkuð sem gæti hafa litað sýn hans við gerð glærunnar.

Það voru hins vegar aðeins tveir sem töldu ekki ástæðu til að fordæma þessa glæru þegar hún kom framásjónarsviðið. Það var annars vegar skólameistari Verslunarskólans, sem faldi sigábak við meint samhengi glærunnar, sem hefði réttlætt framsetninguna. Enginn fjölmiðill spurði þó hvert þetta samhengi væri og það er enn á huldu. Samhengið er hins vegar mjög skýrt og birtist einfaldlega á glærunni.

En svo var það forsætisráðherra Íslands sem þótti nú ekki mikið til koma spurð um glæruna. Sami forsætisráðherra og hefur sölsað undir sig alla mannréttindamálaflokkaístjórnarráðinu og talar sig hása um mikilvægi þess að komaíveg fyrir hvers kyns hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Ráðherrann ætlar meira að segja að skylda stóra hópa á alls konar námskeið í hatursorðræðu.

En orð forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, eru nú sem oft áður hjóm eitt. Hatursorðræða er það bara þegar tilteknir hópar verða fyrir henni. Það er bara hatursorðræða þegar flokkurinn hennar og samflokksmenn verða fyrir barðinu á óvæginni umræðu. Það er alls ekki hatursorðræða þegar Sigmundur Davíð er settur í félag með fjöldamorðingjum og illmennum í kennslustund, á kosningaári.

Þetta hatursorðræðublæti ráðherrans, sem löngu er orðið lúið, missir endanlega marks þegar öllum verður ljóst að reglurnar eru ólíkar eftir því hvar þú stendur í stjórnmálum eða hvers kyns þú ert. Ætli það mætti ekki hugsa sér að ef sitjandi forsætisráðherra hefði verið raðað á glæruíkennslustund í Verslunarskólanum af kennara og frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins við hlið Jósefs Stalíns og Maós Tse-Tungs og sett þar að jöfnu hefði allt í raun farið á hliðina í opinberri umræðu. Jú ætli það ekki.

Er ekki rétt að hætta að verja bara sum mannréttindi en ekki önnur. Hætta að ýta undir hatur á ákveðnum hópum í samfélaginu en verja aðra með kjafti og klóm. Kannski ætti þessi nýja stofnun mannréttinda sem ríkisstjórnin kom sér saman um að setjaáfót – þrátt fyrir fjöldann allan af stofum, stofnunum og deildum sem hafa sama hlutverk með höndum í boði ríkisins – að einbeita sér að því. Ég er þó ekki vongóður og bíð bara eftir því að kynnt verði stofnun Hatursorðræðustofnunar ríkisins og við færumst enn fjær markmiðinu.

Bergþór Ólason, alþingismaður.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu 16. janúar, 2023.