Linkindin og sauðkindin

Linkindin og sauðkindin

Þriðjudagur, 24. september 2024
Lárus Guðmundsson
 
Rík­is­stjórn­in hang­ir á lyg­inni einni.
 

Link­ind­in er orðin eitt af þjóðarein­kenn­um okk­ar Íslend­inga, jafn­vel meira áber­andi en sauðkind­in. Við erum orðin gríðarlega und­an­láts­söm á flest­um sviðum. Ávallt reiðubú­in að mæta ein­hverj­um mál­efn­um með það að mark­miði að koma til móts við þá sem telja sig ekki njóta sann­mæl­is, meðvirkn­in al­ger!

Litlu eða engu virðist skipta um hvað málið eða málstaður­inn snýst. Þjóðarsál­in er orðin sundruð í af­stöðu sinni til hinna ýmsu mál­efna og hrein­lega rugluð í rím­inu vegna mis­mun­andi „frekju­mála“ sem tröllríða sam­fé­lag­inu. Eitt lítið dæmi þessa enda­lausa nún­ings er nýliðin Eurovisi­on-söngv­akeppni þar sem hót­an­ir og fúkyrði réðu ríkj­um eft­ir skoðunum þrætuaðila.

Inn­flytj­end­ur eru orðnir 80.000, eða um 20% þjóðar­inn­ar. Fjölg­un þeirra hef­ur gerst á ógn­ar­hraða í stjórn­artíð nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar. Ég ætla að leyfa mér að hafa þá skoðun að slík um­bylt­ing í sam­setn­ingu á íbú­um lands­ins sé eng­um til góða, hvorki þeim sem fyr­ir eru né þeim sem hingað kjósa að flytja.

Til að mynda fluttu 5.600 til lands­ins frá 1. des­em­ber 2023 til og með 1. sept­em­ber 2024, fleiri en all­ir íbú­ar Vest­manna­eyja svo að þetta sé sett í sam­hengi. Þeir sem eru ósam­mála mér vitna gjarn­an í Schengen-samn­ing­inn og þörf fyr­ir vinnu­afl vegna ferðaþjón­ustu og bygg­ing­ariðnaðar­ins. Landa­mær­in eru eins og gata­sigti og nán­ast ekk­ert vitað um bak­grunn þeirra sem hingað sækja. Sam­fé­lags­mynd­in er ger­breytt af þeim sök­um, samstaða rof­in meðal þjóðar.

Íslensk­an á veru­lega und­ir högg að sækja, alltaf fækk­ar þeim sem nenna eða þurfa að læra okk­ar ástkæra yl­hýra mál og dreng­ir eru hætt­ir að geta lesið sér til gagns.

Pól­verj­arn­ir, svo dæmi sé tekið, þurfa lítið að leggja á sig, fá frétt­ir og helstu upp­lýs­ing­ar um ýmsa þjón­ustu ein­fald­lega á pólsku, t.d. á ruv.is. Hægt og bít­andi eru þeir að verða ríki í rík­inu. Svo að þeir sem hingað koma í hæl­is­leit eða í at­vinnu­leit til lengri tíma af Schengen-svæðinu, þurfa ekki held­ur að læra málið. Ef þeir tala ekki pólsku, þá bíður alla vega ensk­an hand­an við hornið eða túlkaþjón­usta á kostnað rík­is­ins.

Maður og kona eru löngu orðin úr­elt hug­tök. Nú þarf hinn venju­legi Íslend­ing­ur að vera mjög skarp­ur og minn­ug­ur því það er ekk­ert grín að læra öll nýyrðin sem hafa verið inn­leidd. Inn­gild­ing, sviðsmynd, skaut­un o.s.frv. Ekki ætla ég að fara út í öll nýju kyn­orðin, það er jarðsprengju­svæði.

Krist­inn boðskap­ur og ná­ungakær­leik­ur má helst hvergi sjást og alls ekki í skól­um. Nýj­asta ruglið þar er að fjar­lægja kross­inn úr merki kirkju­g­arðanna. Allt vegna und­an­láts­semi við há­væra jaðar­hópa. Þess í stað hef­ur ann­ar boðskap­ur fengið stöðugt meira rými inn­an skóla­kerf­is. Svo­kölluð kyn­fræðsla sem er af þeim toga að mann set­ur al­ger­lega hljóðan.

Mátt­leysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar á öll­um sviðum er svo slá­andi að mann rek­ur í rogastans. Sama hvar borið er niður, frammistaðan er fyr­ir neðan all­ar hell­ur og sund­ur­lyndið al­gert. Ekki einu sinni dóms­málaráðherra nær að fylgja eft­ir lands­lög­um. Rík­is­stjórn­in hang­ir sam­an á lyg­inni einni sam­an. Rík­is­stjórn­in sem og marg­ir alþing­is­menn muna ekki leng­ur hverj­um þeir þjóna, eru hrein­lega með allt niður um sig, hanga sam­an vegna eig­in­hags­muna flokk­anna sem rík­is­stjórn­ina mynda og ótt­ans við af­hroð í kosn­ing­um. Þjóðin mæt­ir al­ger­um af­gangi.

Ísland þarf breyt­ing­ar sem fela í sér nýja lausnamiðaða og kær­leiks­ríka nálg­un. Rík­is­stjórn sem set­ur hags­muni þjóðar­inn­ar í fyrsta sæti og vinn­ur að þjóðarsátt en ekki sundr­ung. Það þarf skjald­borg um tungu­málið, nátt­úr­una, auðlind­irn­ar og ís­lensk­ar afurðir, og ekki síst fólkið og fjöl­skyld­urn­ar sem byggja þetta ein­staka land.

Höf­und­ur er markaðsstjóri.