Mannréttindastofnun VG, og fleira...

Mannréttindastofnun VG, og fleira...

Þriðjudagur, 25. júní 2024
 
Þó að at­kvæði féllu að meg­in­hluta eft­ir lín­um stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu, þá voru viðbrögð þing­manna VG með þeim hætti að ósættið blasti við.
 

Þing­lok­in á laug­ar­dag voru að sumu leyti hefðbund­in, en að mörgu leyti bara alls ekki. Þó að innri mein stjórn­ar­flokk­anna hafi orðið öll­um ljós fyr­ir ári, þegar þingið var fyr­ir­vara­laust sent heim og mál­um stjórn­ar­inn­ar sópað í rusla­föt­una vegna inn­byrðis ósætt­is, þá var það ekk­ert á við það sem blasti við lands­mönn­um síðustu þing­vik­una þenn­an vet­ur­inn.

Loka­vik­an hófst með fram­lagn­ingu van­trausts­yf­ir­lýs­ing­ar á hend­ur mat­vælaráðherra, sem var af­greidd á fimmtu­dag. Þó að at­kvæði féllu að meg­in­hluta eft­ir lín­um stjórn­ar og stjórn­ar­and­stöðu, þá voru viðbrögð þing­manna VG með þeim hætti að ósættið blasti við.

Starf­andi formaður VG, Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, sagði tvo þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins óstjórn­tæka, þar sem ann­ar þeirra hefði setið hjá en hinn varið mat­vælaráðherra van­trausti með at­kvæði sínu.

Þetta þótti mörg­um sér­stakt í ljósi þess að tveir þing­menn VG greiddu at­kvæði með van­trausti á dóms­málaráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, Sig­ríði And­er­sen, þegar at­kvæði voru greidd um van­traust í garð ráðherr­ans í mars árið 2018.

Þá var vanda­laust að þing­menn VG greiddu at­kvæði með van­trausti á ráðherra Sjálf­stæðis­flokks­ins, en nú eru menn óstjórn­tæk­ir fyr­ir það að verja ráðherra van­trausti, en halda til haga sjón­ar­miðum í at­kvæðaskýr­ingu og svo að sitja hjá. Regl­urn­ar eru sann­ar­lega ólík­ar á milli stjórn­ar­flokk­anna.

En at­hygl­is­verðast var að fylgj­ast með hvað stjórn­ar­liðar segja ástandið nú gott inn­an stjórn­ar­inn­ar. Í þeim efn­um gekk Vil­hjálm­ur Árna­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, senni­lega lengst með því að segja „and­rúms­loftið í rík­is­stjórn­inni hafa lag­ast eft­ir að Katrín hætti“. Ef sú afstaða dug­ar ekki til að gleðja þing­menn VG, þá veit ég ekki hvað gæti gert það.

Öll virðist þessi sátt stjórn­ar­flokk­anna hnýtt sam­an sem sam­komu­lagi um þrjú mál, eitt fyr­ir hvern flokk. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fékk hluta þess sem þarf að gera varðandi breyt­ing­ar á út­lend­inga­lög­um í gegn, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk stór­auk­in út­gjöld til lista­manna­launa, þegar slag­ur­inn við verðbólg­una stend­ur sem hæst, og VG fékk nýja stofn­un, Mann­rétt­inda­stofn­un VG.

Það er hætt við að næstu miss­eri verði dýr fyr­ir okk­ur skatt­greiðend­ur. Því verður kostað til sem þarf til að tryggja að stjórn­in geti skakklapp­ast fram á vor eða haust árið 2025, sam­fé­lag­inu öllu til tjóns.

Rétt er að benda á í þessu sam­hengi að aðrir val­kost­ir hafa verið í stöðunni hvað stjórn­ar­sam­starf varðar, allt frá kosn­ing­un­um 2021, það þýðir því lítið að kvarta yfir ósann­girni raun­heima þegar mæli­stik­an er lögð á ár­ang­ur þeirr­ar stjórn­ar sem enn hökt­ir áfram.

Eins og Helgi Björns­son söng; þá bera sig all­ir vel, þó (við stjórn­ar­borðið) séu storm­ur og él.

Þau él mun stytta upp um síðir, þá mun muna um Miðflokk­inn.

Höf­und­ur er þingmaður Miðflokks­ins.