Skilgreining auðlinda

Sigurður Páll Jónsson, alþingismaður, lagði fram þingsályktunartillögu um skilgreiningu auðlinda þann 19. september, 2018.

Þingsályktunartillagan var samþykkt á Alþingi þann 20. júní, 2019, þar sem tillagan var samþykkt með 42 atkvæðum gegn 4, 11 greiddu ekki atkvæði.

Þingsályktunartillagan felur í sér að Alþingi álykti að fela umhverfis- og auðlindaráðherr að fá sérfræðinga á sviði auðlindaréttar, umhverfisfræða og umhverfisréttar til að semja frumvarp til laga sem skilgreini hvað flokkast til auðlinda hér á landi og hverjar auðlindir Íslands eru. 

Með tillögunni er umhverfis- og auðlindaráðherra því falið að velja sérfræðinga til starfans er mikilvægt er að þeir hafi mikla þekkingu á þessu sviði, geti unnið saman að gerð frumvarps um efnið og nái að ljúka þeirri vinnu fyrir lok 149. löggjafarþings. Með tillögunni er einnig lagt til að frumvarpið verði lagt fram helst í upphafi 150. löggjafarþings.