Sviðsmyndir súrna

Meiri­hluti mann­kyns býr nú við ferðatak­mark­an­ir af ein­hverju tagi og at­vinnu­líf er sem lamað víða. Hver hefði trúað því fyr­ir nokkr­um vik­um að slík yrði raun­in í lýðræðisþjóðfé­lög­um nú­tím­ans?

Ráðamenn um all­an heim tak­ast á við út­breiðslu far­ald­urs­ins með aðstoð heil­brigðis­yf­ir­valda og reyna jafn­framt sam­tím­is að bregðast við og lág­marka efna­hags­legt tjón sem af hon­um leiðir. Sviðmynd­ir taka sí­felld­um breyt­ing­um og þær sem teiknaðar voru upp í gær eru úr­elt­ar í dag. Allra leiða er leitað til að koma í veg fyr­ir fjölda­gjaldþrot fyr­ir­tækja og að fólk haldi at­vinnu sinni. Í þessu skyni hef­ur Alþingi samþykkt sam­hljóða aðgerðir til að draga úr efna­hags­leg­um áhrif­um far­ald­urs­ins.

Miðflokk­ur­inn hef­ur bent á að hann styðji all­ar aðgerðir sem ganga í þá átt að halda uppi at­vinnu og aðstoða fyr­ir­tæk­in við að kom­ast gegn­um brim­rótið. Við höf­um einnig bent á að ganga þurfi lengra og að ekki megi bíða með aðgerðir sem skipta at­vinnu­lífið mestu máli. Frest­un á gjald­dög­um get­ur verið skamm­góður verm­ir. Fyr­ir­tæki, sem nú horfa upp á brott­hvarf viðskipta­vina sinna, eru ekki bet­ur í stakk búin til að greiða op­in­ber gjöld eft­ir þrjá eða sex mánuði. Lækka þarf veru­lega eða fella tíma­bundið niður til­tek­in gjöld, t.d. trygg­ing­ar­gjald. Sveit­ar­fé­lög­in þurfa að lækka fast­eigna­gjöld enda hafa þau hækkað veru­lega á und­an­förn­um árum.

Með það að mark­miði að skapa at­vinnu og spara gjald­eyri er nú tæki­færi og tími til að efla inn­lenda land­búnaðar- og græn­met­is­fram­leiðslu. Efla þarf ýmsa inn­lenda starf­semi eins og ný­sköp­un og rann­sókn­ir. Við þurf­um að vera sjálf­um okk­ur nóg um sem flesta hluti. Skapa má störf með ein­föld­um aðgerðum í þessa veru, t.d. með lækk­un á raf­orku­verði til gróður­bænda, inn­spýt­ingu í skóg­rækt og átaki í korn­rækt.

Miðflokk­ur­inn hef­ur bent á að í því skyni að verja heim­il­in þurfi að frysta verðtrygg­ing­una. Und­ir­tekt­ir af hálfu rík­is­stjórn­ar­inn­ar hafa reynst dræm­ar. Krón­an hef­ur fallið í verðgildi og fylg­ir því óhjá­kvæmi­lega hækk­un vöru­verðs inn­an­lands, sem aft­ur leiðir af sér hækk­un vísi­tölu. Stöðva þarf þessa keðju­verk­un strax til að koma í veg fyr­ir hækk­un verðtryggðra skulda heim­il­anna svo sag­an frá hrun­inu end­ur­taki sig ekki. Síðar kem­ur í kjöl­farið langþráð tæki­færi til að aflétta þess­ari 40 ára gömlu áþján af heim­il­um lands­manna.

Miðflokk­ur­inn hef­ur um­fram allt talað fyr­ir al­menn­um aðgerðum, þeim sem gagn­ast sem flest­um. Aðgerðir þurfa að vera víðtæk­ar og koma fljótt. Mikið ligg­ur við og því þurfa meðölin að vera öfl­ug.

 

Höf­und­ur: Karl Gauti Hjalta­son, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 8. apríl, 2020