Viðreisn - Flokkur fortíðar og afturhalds

 
Fyrr­ver­andi for­manni Viðreisn­ar þótti viðeig­andi að leita langt aft­ur til að finna sér verðugan and­stæðing til að hreyta í. Það gerði hann nokkuð hressi­lega í pistli sín­um hér á dög­un­um.

And­stæðing­ur­inn á erfitt með að bera hönd fyr­ir höfuð sér enda er sá hinn sami, þ.e. Jón Magnús­son fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra, löngu lát­inn og lést við störf sín fyr­ir land og þjóð í fylgd Kristjáns X. Jón gegndi starfi for­sæt­is­ráðherra í um sjö ár og sat á þingi í allt að 20 ár. Pist­ils­höf­und­ur gat ekki á sér setið og full­yrti að hann Jón blessaður hefði þótt „...svip­lít­ill for­ystumaður, svo lit­laus að sagt var að eng­inn vissi al­veg hvar Jón Magnús­son stæði í póli­tík“. Það er hátt reitt til höggs. Höf­und­ur virðist telja sig hafa haft efni á þess­um orðum eft­ir sína „löngu“ setu í ráðherra­stól og á hinu háa Alþingi.

Ný­lega sá einn þingmaður Viðreisn­ar að of lítið er upp úr stjórn­mál­um að hafa. Sá vill nú byggja höfn ofan í minj­ar Minja­stofn­un­ar á Álfs­nesi við Þer­n­eyj­ar­sund. Í kjöl­farið virðist Viðreisn nú kalla á breyt­ing­ar til að fylla það skarð. Byggja á nýja, lit­ríka og fróma framtíðar­sýn. Úrvalið er svo lit­ríkt að fyrr­ver­andi formaður flokks­ins fann sig knú­inn til að koma fram og etja kappi við menn, bæði lífs og liðna. Helst liðna.

Fortíðardraum­ar fá Viðreisn til að tefja lagn­ingu Sunda­braut­ar. Nú er þráttað við Minja­stofn­un um gögn sem Minja­safn Reykja­vík­ur vann árið 2008 og Borg­ar­sögu­safn 2018 vegna Álfs­ness. For­stjóri Minja­stofn­un­ar seg­ir nægt pláss fyr­ir Sunda­braut utan allra forn­minja. Það er engu að síður mark­visst unnið að því að hanna Sunda­braut ofan í miðja minja­heild og heila höfn að auki, allt fyr­ir Viðreisn, Pírata og Sam­fylk­ing­una. Hvers vegna er braut­in ekki hönnuð þar sem plássið er fyr­ir hana? Þess í stað er bæði ráðist á látna menn og minj­ar forfeðranna. Þetta bjást­ur tef­ur áform um um­hverf­is­mat á Sunda­braut og stuðlar að aft­ur­för, ekki fram­för.

Svo má geta þess að gas- og jarðgerðar­stöð Sorpu virðist hafa verið hönnuð og byggð ofan í veg­stæði Sunda­braut­ar á Álfs­nesi. Sam­hliða er eyðilagt veg­stæði braut­ar­inn­ar í Gufu­nesi, allt í boði Viðreisn­ar o.fl. Viðreisn er því flokk­ur aft­ur­halds, flækj­u­stigs og fortíðar.

ESB er fortíð. Fyrr­ver­andi formaður Viðreisn­ar virðist al­veg óhrædd­ur við drauga­gang­inn í þeirri umræðu. En hver er reynsla Breta af brex­it? Sú reynsla á að verða Íslend­ing­um víti til varnaðar. Ekki aðeins hót­ar ESB og hræðir held­ur ógn­ar það og haml­ar þróun. Eigi Bret­ar örðugt um vik á leið sinni úr gátt ESB, hvernig ætli Íslend­ing­um gengi að fara út um þau svipu­göng sem þaðan liggja? Spor­in hræða og setja ekki ESB í for­gang held­ur djúpt inn í fortíðina. Það er fortíð miðstýr­ing­ar og mála­leng­inga.

 

Höf­und­ur:  Sveinn Óskar Sigurðsson, bæj­ar­full­trúi Mos­fells­bæj­ar og sit­ur í svæðis­skipu­lags­nefnd höfuðborg­ar­svæðis­ins (SSH).

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu þann 24. september, 2020