Innflutningur hættulegra matvara, varasamar bráðadeildir, sýklaónæmi og COVID-19

Í skjali nr. LBE-221 frá 2015 úr gæða- og ör­ygg­is­hand­bók Embætt­is land­lækn­is seg­ir m.a.: „Fjölónæm­ar GNB [inn­skot: bakt­erí­ur] og GNB sem mynda BBL geta valdið sýk­ing­um, oft­ast í þvag­fær­um, lung­um, sár­um eða í kviðar­holi, og get­ur þurft að grípa til dýr­ari og breiðvirk­ari sýkla­lyfja til meðhöndl­un­ar. Í sum­um til­vik­um eru fá eða jafn­vel eng­in virk sýkla­lyf til. Al­var­leg­ar af­leiðing­ar þessa ónæm­is eru hækkað dán­ar­hlut­fall við ífar­andi sýk­ing­ar af völd­um þess­ara bakt­ería.“

Á vef RÚV frá 6. nóv­em­ber 2018 má lesa frétt með fyr­ir­sögn­inni: „Fjölónæm­ar bakt­erí­ur drepa 33.000 manns á ári“. Í þeirri frétt er aðeins rætt um fram­an­greint í sam­hengi við Evr­ópu.

Bænda­blaðið hef­ur ít­rekað fjallað um þetta efni og hef­ur Karl G. Krist­ins­son, yf­ir­lækn­ir á sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans og pró­fess­or í sýkla­fræði, ít­rekað hætt­una af völd­um fjölónæmra bakt­ería fyr­ir al­menn­ing og fólk um heim all­an. Í um­fjöll­un blaðsins frá 4. októ­ber 2018 seg­ir frá bakt­erí­um í græn­meti. Var fjallað um rann­sókn Guðrún­ar Klöru Bjarna­dótt­ur líf­efna­fræðings. Í 14 sýn­um greind­ust fjölónæm­ar bakt­erí­ur og þá aðeins í er­lenda græn­met­inu. Eng­ar slík­ar fund­ust í ís­lenska græn­met­inu.

Fyr­ir um ári, þ.e. í apríl 2019, gaf starfs­hóp­ur und­ir­stofn­un­ar Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) um fjölónæm­ar ör­ver­ur út skýrslu (e. In­teragnecy Coord­inati­on Group on Antimicrobial Res­ist­ance – IACG). Fjallaði er um fjölónæm­ar bakt­erí­ur í henni. Full­yrt er að haldi fram sem horf­ir muni fjölónæm­ar bakt­erí­ur valda dauða allt að 10 millj­óna manna ár hvert fyr­ir 2050. Seg­ir í skýrsl­unni að nú þegar láti um 700 þúsund manns lífið á ári sök­um þessa. Einnig er full­yrt í þess­ari skýrslu, sem birt­ist fyr­ir um ári, að af­leiðing­in gæti skapað fjár­málakrísu á við þá er fór illa með al­menn­ing á ár­un­um 2008-2009.

Smit­sjúk­dóma­varn­ar­deild Heil­brigðis­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna (e. Centers for Disea­se Control and Preventi­on) birti skýrslu í des­em­ber 2019 um þetta efni og þar seg­ir að í dag smit­ast í Banda­ríkj­un­um ein­um um 2,9 millj­ón­ir manna og um 36 þúsund láta lífið vegna fjölónæmra bakt­ería.

Í bar­átt­unni gegn COVID-19-veirunni hafa komið fram trú­verðugar ábend­ing­ar sér­fræðinga um að fólk deyr úr sjúk­dóm­um sem ekki er endi­lega hægt að rekja beint til kór­ónu­veirunn­ar þó svo að ónæmis­kerfið sé veik­ara þá stund­ina vegna henn­ar. Fólk er sagt deyja m.a. vegna fjölónæmra bakt­ería er „sæta færi“ gagn­vart veik­um og eng­ar bjarg­ir eru sök­um ónæm­is. Sýkla­lyf­in virka ekki og meðhöndl­un gíf­ur­lega erfið.

Banda­ríski sér­fræðilækn­ir­inn Ju­lie L. Ger­ber­d­ing, sem stýrði fram­an­greindri smit­sjúk­dóma­deild Heil­brigðis­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna í for­setatíð Geor­ge W. Bush, ritaði grein ný­lega sem birt­ist 23. mars sl. Þar seg­ir m.a.: „Ógnin vegna auk­ins sýkla­ónæm­is gæti valdið gíf­ur­leg­um áhrif­um er leitt gætu til meiri veik­inda og dauða inn­an heil­brigðis­kerf­is okk­ar [inn­skot: Banda­ríkj­anna] þegar kór­ónu­vírus­inn teyg­ir anga sína og veld­ur álagi langt um­fram af­kasta­getu þess.“

Í lok grein­ar sinn­ar árétt­ar hún mik­il­vægi þess að eft­ir COVID-19 verði ekki aðeins lært af reynsl­unni held­ur ekki síður mörkuð stefna til framtíðar gagn­vart sýkla­ónæmi. Sam­hliða má lesa úr umræðum virtra sér­fræðinga í fram­línu víða um heim að fólk hafi í allt að 50% til­fella lát­ist vegna annarra sýk­inga eft­ir að viðkom­andi hafi veikst af COVID-19-veirunni.

Á Alþingi, 1. fe­brú­ar 2018, var þingskjali nr. 237, dreift. Um var að ræða fyr­ir­spurn frá áhyggju­full­um þing­manni Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs (VG) til þáver­andi og nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra. Fyr­ir­spurn­in var skrif­leg og í þrem­ur liðum. Lík­legt er að ráðherra hafði ekki samið svarið held­ur ein­hver í fram­varðarsveit hans. Skoðun hans kom hins veg­ar í ljós við lest­ur­inn. Það á alltaf að fara að ákvörðun ESA og EFTA-dóm­stóls­ins! Íslend­ing­ar eiga mögl­un­ar­laust að staðfesta ákv­arðanir sam­eig­in­legu EES-nefnd­ar­inn­ar um inn­flutn­ing­inn á ófrosnu kjöti sem þekkt er að er upp­fullt af sýkla­ónæm­um bakt­erí­um. Sama með græn­metið.

Alþingi setti skömmu síðar lög nr. 93/​2019 um dýra­sjúk­dóma er heim­iluðu, eft­ir óvil­hall­an dóm EFTA-dóm­stóls­ins, að ESB-ríki mættu senda illa sýkta fram­leiðslu sína til Íslands. Hvað með mann­kynið í þessu sam­hengi þegar dauð dýr og græn­meti eru tek­in fram fyr­ir hags­muni þess? Lög­in tóku gildi 1. janú­ar 2020 og greiddu götu áhætt­unn­ar inn á heil­brigðis­stofn­an­ir lands­ins rétt fyr­ir COVID-19.

Um 87% þing­manna greiddu lög­um þess­um at­kvæði sitt. Þetta voru þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins, Pírata, Fram­sókn­ar­flokks­ins, Viðreisn­ar og Sam­fylk­ing­ar. Meiri­hluti þings kall­ar ekki alltaf á gott. Það þekkja Þjóðverj­ar manna best. Hér er gott dæmi um hjarðónæmi gegn skyn­sem­inni.

Evr­ópska smit­sjúk­dóma­varn­ar­stofn­un ESB styrkti út­gáfu á skýrslu er birt­ist 2018. Hún fjall­ar um rann­sókn frá 2015 sem gerð var inn­an EES-svæðis­ins. Þar kem­ur í ljós hve sterkt ís­lenskt heil­brigðis­kerfi stend­ur og hve mörg önn­ur EES-ríki eru illa stödd gagn­vart fjölónæm­um bakt­erí­um á bráðasp­ítöl­um land­anna. Þar standa Ítal­ir og Grikk­ir o.fl. afar höll­um fæti með bráðadeild­ir sín­ar.

Hvert ætl­ar þessi rík­is­stjórn að koma okk­ur?

 

Höf­und­ur:  Sveinn Óskar Sigurðsson, bæj­ar­full­trúi Miðflokks­ins í Mos­fells­bæ, BA í hag­fræði og heim­speki, MBA og MSc í fjár­mál­um fyr­ir­tækja.

Greinin birtist í Morgunblaðinu þann 14. maí, 2020