Íþrótta- og tómstundamál

Íþrótta- og tómstundamál

 

1.  Sköpunargleðin kemur innan frá. Við ætlum að hvetja íbúa sem hafa áhuga á uppbyggingu tómstundastarfs og jaðarsports í sveitarfélaginu að koma með hugmyndir til úrbóta. Við teljum að þau sem lifa og hrærast í þessum málum séu betur til þess fallin en stjórnsýslan.

2.  Við styðjum hugmyndir Akstursíþróttafélagsins Start um athafnasvæði í Eyvindarárdal. Við viljum að íþróttafélagið geti sem fyrst hafið framkvæmdir á svæðinu.

3.  Við teljum að almennt eigi sveitarfélagið að greiða leið tómstunda og jaðarsports þegar leitað er til þess um aðstöðu og félögin sjálf hafi frumkvæði að uppbyggingu.

4.  Við hjá Miðflokknum gerum okkur grein fyrir því að framtíð nýs sveitarfélags liggur í æsku Austurlands. Því viljum við að sjálfsögðu hlúa að henni sem best við getum og liður í því er að huga að forvörnum og allri umgjörð sem kemur þessum flokki við. Við ætlum að styrkja félagasamtök sem standa að forvarnarstarfi sem við best getum og vera þeim til halds og trausts.

5.  Við ætlum að bæta upplýsingaflæði og samstarf við ungmennaráð á hverjum stað, þannig að sjónarmið unga fólksins skili sér á sem flesta staði í sveitarfélaginu.

6.  Tvö af sveitarfélögunum eru hluti af heilsueflandi samfélagi, verkefni á vegum Embættis Landlæknis. Ekki væri úr vegi að sveitarfélagið allt tæki þátt í þessu verkefni.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni: 

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar