Spýtum í lófana - samt ekki strax

Í Morg­un­blaði gær­dags­ins birt­ist ágæt grein eft­ir mennta­málaráðherra, en ráðherr­ann hef­ur verið hálf­gerður und­an­fari rík­is­stjórn­ar­inn­ar hvað upp­lýs­ing­ar um efna­hags­mál varðar. Grein­in gaf því góð fyr­ir­heit um það sem koma skyldi á kynn­ing­ar­fundi rík­is­stjórn­ar­inn­ar í ráðherra­bú­staðnum und­ir há­degi í gær.

Eitt­hvað virðist upp­lýs­ingaflæðið hafa versnað á milli und­an­far­ans og þeirra þriggja ráðherra sem mættu til leiks í ráðherra­bú­staðnum. Mörg ágæt og já­kvæð áform, til stuðnings efna­hags­líf­inu, sem fram komu í grein mennta­málaráðherra og áttu sam­hljóm með grein for­manns Miðflokks­ins, sem birst hafði í Morg­un­blaðinu deg­in­um áður, voru hvergi sjá­an­leg í út­spili rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Sá sem hér skrif­ar varð fyr­ir tölu­verðum von­brigðum með það þunnildi sem borið var á borð í Ráðherra­bú­staðnum þenn­an þriðju­dag­inn.

Mest kom á óvart að til­kynnt var að fram­lagn­ingu fjár­mála­áætl­un­ar, sem áður hafði verið frestað til loka mars, yrði nú aft­ur frestað fram í seinni hluta maí (sem ekki er víst að verði fyrr en í júní þetta árið, í daga­tali rík­is­stjórn­ar­inn­ar). Af hverju skipt­ir fjár­mála­áætl­un máli? Á fjöl­miðlafundi í ráðherra­bú­staðnum sem hald­inn var 28. fe­brú­ar, til kynn­ing­ar á viðbrögðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar við óveðrinu í byrj­un des­em­ber, var því frestað að út­skýra kjarna­atriðið, fram­kvæmda­hlut­ann, fram að fram­lagn­ingu fjár­mála­áætl­un­ar. Nú er því frestað enn um sinn að leggja þær meg­in­lín­ur sem nauðsyn­leg­ar eru fyr­ir at­vinnu­lífið.

Það er já­kvætt að rík­is­stjórn­in sýni því skiln­ing að nauðsyn­legt sé að veita súr­efni til at­vinnu­lífs­ins (eða taka minna af því) með því að stíga skref, þótt tíma­bund­in séu, til baka hvað skatt­lagn­ingu og inn­heimtu­hörku varðar, þótt enn séu áformin lítt út­færð. Verra er að skiln­ing­ur á þörf­inni fyr­ir beina inn­spýt­ingu sé jafn tak­markaður og raun­in er.

Það er þrennt sem kall­ar á sér­stök viðbrögð stjórn­valda nú um stund­ir í efna­hags­legu til­liti; 1) óveðrið í des­em­ber og ástand á dreifi­kerfi raf­orku og of­an­flóðavörn­um, 2) COVID-19 veir­an og þær áskor­an­ir sem at­vinnu­lífið, sér­stak­lega ferðaþjón­ust­an, tekst á við vegna hans og 3) kóln­un hag­kerf­is­ins og sú hróp­andi þörf sem er á aðgerðum og inn­spýt­ingu vegna stöðunn­ar.

Hvað fyrstu tvo liðina varðar þá hafa viðbrögð komið frá rík­is­stjórn­inni, þó að þau séu að mörgu leyti rýr í roðinu. Varðandi þriðja atriðið og senni­lega það mik­il­væg­asta í efna­hags­legu til­liti er enn skilað auðu og vísað til fram­lagn­ing­ar fjár­mála­áætl­un­ar, sem nú hef­ur verið frestað fram und­ir sum­ar.

Það er gott að rík­is­stjórn­in starfar ekki á bráðadeild­inni.

 

Höf­und­ur: Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu þann 11. mars, 2020