Verjum árangur liðinna ára og alda

Þótt spár liðinna áratuga um hvernig heimurinn y rði árið 2020 haf i ekki ræst hefur staða heimsins líklega aldrei verið eins góð og nú, á heildina litið, og aldrei eins mikil tækifæri til að laga það sem út af stendur. En þrátt fyrir þann ótrúlega árangur sem vestræn siðmenning hefur náð á 2-3.000 árum er nú sótt að grunnstoðunum sem áttu stærstan þátt í að skila þeim árangri.

Réttur einstaklinga eða hópa

Líklega hefur ekkert reynst mikilvægara við að skapa þann árangur sem nútímamenn njóta góðs af en aukinn réttur einstaklingsins. Á því byggjast lögin og jafnræði fyrir lögum, mannréttindi, eignarréttur, málfrelsi og f lestar aðrar grunnstoðir vestræns samfélags. Ímyndarstjórnmál samtímans snúast hins vegar að miklu leyti um að skipta fólki í hópa og skilgreina einstaklinginn út frá stöðu og einkennum. Það sem fólk segir og gerir, réttur þess, er svo metinn út frá því hvaða hópi það tilheyrir.

Vegið að tjáningar- og skoðanafrelsi

Þegar stefna gengur ekki upp er algengt að hugmyndafræðin verði sífellt öfgakenndari. Frávik frá rétttrúnaðinum eru bönnuð og fyrir þau skal refsað. Í slíku öfgaumhverfi eykst samkeppnin um það að vera betri og hreinni í trúnni en næsti maður. Þeim sem falla utan hópsins eru eignaðar allar hinar verstu kenndir en innan hópsins sanna menn sig með því að vera enn hreintrúaðri en félagarnir og nýta hvert tækifæri til að sýna það. Bresk i r it höf u ndu r inn J.K . Rowling hefur ekki látið sitt eftir liggja við að verja mörg af hugðarefnum rétttrúnaðarmanna. Nú rétt fyrir jólin ákvað hún þó að koma til varnar konu sem misst hafði vinnuna fyrir þá hættulegu iðju að tísta. Konan hafði skrifað eitthvað um mikilvægi þess að verja mannréttindi allra en látið fylgja sögunni að hún teldi ekki rétt að karlar fengju að nýta búningsklefa kvenna og stunda kvennaíþróttir með því eina að skrá sig sem konur. Fyrir vikið var henni sagt upp störfum. Í tísti skrifaði Rowling nokkrar skynsamlegar línur um að öllum ætti að vera frjálst að lifa sínu lífi eins og þeir vilja en bætti svo við „… en að reka konur úr vinnu fyrir að lýsa því yfir að kyn sé raunverulega til?“ Þessi spurning nægði til að stór hópur fólks réðst á Rowling og hóf baráttu fyrir því að henni yrði útskúfað. Þeir sem komu til varnar, t.d. breski leikarinn Ricky Gervais, fengu sambærilega meðferð. Því miður er þetta bara eitt dæmi af ótalmörgum um að öfgamenn níðist á þeim sem ekki fylgja rétttrúnaðinum eða leyfa sér að spyrja spurninga. Það telst nú orðið sérstakt fag að leita að skrifum eða athugasemdum fólks áratugi aftur í tímann í von um að finna tilefni til að veitast að því. Þannig varð bandaríski grínistinn Kevin Hart að segja sig frá því að kynna Óskarsverðlaunahátíðina eftir að í ljós kom að fyrir fjölmörgum árum hafði hann sagt brandara sem taldist óviðeigandi.

Stigmagnandi öfgar

Ein af af leiðingum þessarar nýju öfgastefnu er sú að hlutir á borð við kaldhæðni, háð, ýkjur og jafnvel grín almennt skiljast ekki lengur. Allt er túlkað á versta veg og nýtt til nornaveiða. Jafnvel á Íslandi hafa aktívistar fengið lögregluskilríki og það verkefni að hafa eftirlit með og túlka eftir eigin höfði það sem borgararnir segja. Innleiðing hugsanalögreglu og ótal aðrar af leiðingar ímyndarstjórnmálanna ganga í berhögg við sígildar hugmyndir um frjálslyndi og þær grundvallarreglur sem árangur nútímasamfélags byggist á. Þegar farið er að nota vald ríkisins með þeim hætti er ómögulegt að segja hversu langt yfirvöld ganga við að sneiða af því sem áður töldust almenn mannréttindi. Það má sjá á fjölda óhugnanlegra dæma frá öðrum löndum.

Áhrif á lýðræðið

Jafnvel sjálf lýðræðishugsjónin á undir högg að sækja enda byggir hún á jöfnum rétti einstaklinga. Þegar þjóðaratkvæðagreiðsla eða kosningar skila ekki þeirri niðurstöðu sem ráðandi rétttrúnaðaröf l ætlast til er öllum ráðum beitt til að reyna að vinda ofan af niðurstöðunni. Eitt besta dæmið er Brexitkosningin þar sem hluti þeirra sem töpuðu atkvæðagreiðslunni kallaði meirihlutann öllum illum nöfnum, heimska þjóðernissinna, einangrunarsinna, rasista o.s.frv. Þegar þannig var búið að skilgreina meirihlutann sem óæðra fólk var dregin sú ályktun að slíkt fólk ætti ekki að hafa áhrif. Með öðrum orðum. Sumir hópar eru betri en aðrir og eiga að hafa vit fyrir hinum. Fyrr í mánuðinum sýndu breskir kjósendur að þeir væru ekki tilbúnir til að beygja sig undir öfgar ímyndarstjórnmálanna. Vonandi er það til marks um það sem koma skal í f leiri löndum á nýju ári.

 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins

"Hugleiðingar formanna við áramót" sem birtist í Fréttablaðinu þann 2. janúar, 2020