Fréttir

Aðgerðir til að efla hag sameinaðs sveitarfélags BDFS.

Undanfarið hefur verið rædd versnandi afkoma hins sameinaða sveitarfélags BDFS af völdum Covid19. Almennt virðist vera ráðaleysi við þessari þróun og sveitafélögin (tvö þeirra a.m.k.) neyðast til að auka skuldir sínar vegna ástandsins.

Missum ekki sjónar af því sem skiptir máli

Flest ef ekki öll okkar erum við með eitt markmið og það er að efla og styrkja samfélagið okkar, gera það betra og öflugra.

Fréttabréf Miðflokksins

4. september, 2020

Inngangur

Miðflokkurinn býður fram lista einstaklinga með breiða reynslu og góða kunnáttu fyrir sveitarstjórnarkosningar sameinaðs sveitarfélags á Austurlandi þann 19. september 2020.

Kraftmiklir og víðsýnir einstaklingar leiða lista Miðflokksins

Andar nýsköpunar og framkvæmda, fjármála og skipulagsmála svífa yfir Miðflokksfólkinu.

Listi Miðflokksins

Listinn er skipaður fólki með fjölþætta reynslu úr atvinnulífi, af sveitarstjórnarmálum, nýsköpun, frumkvöðlastarfssemi, verkefnastjórnun og íþrótta og tómstundamálum.

Sameiningarmál

Við ætlum að leggja mikla áherslu á “sveitarfélagið allt” - að allir vinni saman sem ein heild en ýtt verði undir sérstöðu hvers samfélags eða svæðis.

Fjármál, atvinnumál og íbúaþróun

Almennt þarf að leita allra leiða til að auka tekjur sveitarfélagsins, sem eru of lágar í dag til að standa undir ásættanlegri þjónustu við íbúa og framkvæmdum. Eina lausnin er langtímaáætlun sem gerir ráð fyrir að fjölga íbúum sveitarfélagsins og skapa eftirsótt störf með nýsköpun.

Skipulags- og umhverfismál

Við ætlumst til að rammaskipulag sé unnið til langs tíma. Þannig er sköpuð alvöru framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið.

Samgöngumál

Horft skal til langrar framtíðar þegar kemur að stofnæðum og þjóðvegum. Haga skal skipulagi þannig að stofnæðar og þjóðvegir minnki ekki lífsgæði íbúa með því að leggja vegi í gegnum íbúðabyggðir eða miðsvæði samfélaga. Svo að framkvæmdum við Fjarðaheiðagöng seinki ekki verði þegar ákveðin staðsetning munna við Dalhús og vegur þaðan norðan Eyvindarár á Melshorn, svonefnd norðurleið valin. Þrýst verði á ríkisvaldið að velja þessa leið. Við ætlum að fá heilsárs vegtengingu yfir Öxi flýtt eins og kostur er með bundnu slitlagi milli Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs. Til lengri framtíðar skulu jarðgöng leysa þennan veg af hólmi með tengingu um Breiðdal í samstarfi við Fjarðabyggð. 4. Við köllum eftir því að bundið slitlag milli Egilsstaða og Borgafjarðar Eystri verði lokið sem allra fyrst. 5. Við köllum eftir því að alþjóðaflugvöllurinn á Egilsstöðum verði betur nýttur miðað við aukinn íbúafjölda á svæðinu.