Fréttir

Skólamál

Við ætlum að samþætta tækniþróun við kennslu milli allra skóla. Við sjáum fyrir okkur að sveitarfélagið ýti undir samvinnu og sköpun í skólastarfi þar sem samstarf skóla byggist upp innan frá. Við ætlum að gera samfelldan skóla- og frístundadag barna að markmiði í hverjum byggðarkjarna fyrir sig. Hreyfingu og öðrum tómstundum verði þá sinnt eftir að venjulegu skólastarfi lýkur. Við ætlum að setja fram skýrar línur hvað varðar forvarnarmál og hafa öfluga stjórn í þeim efnum.

Íþrótta- og tómstundamál

Sköpunargleðin kemur innan frá. Við ætlum að hvetja íbúa sem hafa áhuga á uppbyggingu tómstundastarfs og jaðarsports í sveitarfélaginu að koma með hugmyndir til úrbóta. Við teljum að þau sem lifa og hrærast í þessum málum séu betur til þess fallin en stjórnsýslan.

Heilbrigðisþjónusta

Við ætlum að koma upp greiningarstöð á Heilsugæslunni á Egilsstöðum. Leitað skuli leiða til að fjármagna kaup á sneiðmyndatæki. Við ætlum að beita sveitarfélaginu í samvinnu við hollvinafélög fyrir reglubundnum ráðstefnum um stöðu heilbrigðismála sem verkfæri til að ná fram markvissari heilbrigðisþjónustu við íbúa, með sérstaka áherslu á geðheilbrigðismál. Íbúar eiga að hafa aðgang að sem mestri heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Það eru mannréttindi sem ber að virða. Nauðsynlegt er að nýjasta tækni við fjarlækningar standi íbúum til boða.

Menning og listir

Miðflokkurinn leggur áherslu á að styðja við listir og skapandi greinar. Má þar nefna þá viðburði sem sveitarfélögin eru nú þegar þekkt fyrir. Það er aldrei of oft sagt hvað starf íbúa sem hafa lagt sitt af mörkum til að auðga mannlífið með listsköpun hvers konar er mikilvægt. Má þar nefna tónlistarviðburði og leiklist auk þeirra sköpunar sem á sér stað í myndlist. Miðflokkurinn ætlar að gera handverki íbúa hátt undir höfði. Í handverki og handbragði liggur menningararfur okkar og sköpun. Þeir sem stunda handverk hvers konar eiga skilið stuðning.

Ríkisábyrgð á Icelandair

Grein eftir Birgi Þórarinsson í Eyjafréttum

Ríkisstjórnin sýnir algert stefnuleysi á tímum faraldurs

Pistill eftir Gunnar Braga Sveinsson í Morgunblaðinu

Breytt heimsmynd.

Þegar við Íslendingar stóðum frammi fyrir því fyrir sex mánuðum að covid-19 veiran var komin inn í landið. Þá einhenti þjóðin sér eftir ráðleggingum þríeykisins og ákvörðun stjórnvalda að komast í gegnum þann „skafl, fár“ sem við okkur blasti. Síðan myndi „eðlilegt“ líf taka við. Samt segir sagan okkur að heimsfaraldrar eru hvað skæðastir í annarri bylgju. En við vildum trúa því að þetta væri öðruvísi núna.

Braskari allra landsmanna.

Nú standa sem hæst byggingaframkvæmdir Landsbankans á dýrustu lóð á Íslandi.

FRÉTTABRÉF MIÐFLOKKSINS

28. ágúst, 2020

Sigmundur Davíð spyr um markmið ríkisstjórnarinnar í baráttunni við Covid-19

Óundirbúnar fyrirspurnir