Landsþing Miðflokksins 2021

Landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu helgina 5. - 6. júní, 2021

Kæru félagar.
Í ljósi hertra sóttvarnaráðstafana og stærðar og umfangs Landsþings Miðflokksins má segja að ógerlegt hefði verið að halda áður auglýstri dagsetningu á Landsþinginu og á það líka við um rafrænt þing. Var því ákveðið í samráði við stjórnir kjördæmafélaga flokksins að fresta Landsþinginu til helgarinnar 5.-6. júní. 
Við vonumst að sjálfsögðu til að geta þá hist og átt skemmtilega helgi saman í góðum félagsskap. Neðangreindar upplýsingar miða að því en að sjálfsögðu munum við þurfa að taka mið af þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verða í gildi þegar Landsþingið verður haldið.
 

Skráning

Þingið verður aðeins opið fyrir fulltrúa sem hafa atkvæðisrétt á þinginu en ræðu formanns verður streymt.

Þeir sem hafa áhuga á að sækja þingið geta sótt um að vera fulltrúar með því að senda tölvupóst á viðkomandi kjördæmafélag fyrir 18. maí.

Netföng kjördæmafélaga Miðflokksins eru eftirfarandi:

Norðausturkjördæmi: nordaustur@midflokkurinn.is

Norðvesturkjördæmi: nordvestur@midflokkurinn.is

Reykjavíkurkjördæmi norður: reykjavíknordur@midflokkurinn.is

Reykjavíkurkjördæmi suður: reykjaviksudur@midflokkurinn.is

Suðurkjördæmi: sudur@midflokkurinn.is

Suðvesturkjördæmi: kraginn@midflokkurinn.is

Upplýsingar um stjórnir kjördæmafélaganna má finna hér.
 

Hér á heimasvæði Landsþingsins verður tekið á móti framboðum í eftirfarandi embætti til 29. maí:
- Formanns Miðflokksins
- Þriggja stjórnarmanna
- Formanns laganefndar
- Þriggja fulltrúa í laganefnd

 
Málefnastarf

Málefnanefnd flokksins óskar hér með eftir málefnatillögum frá flokksmönnum.  Tillögur skulu berast á netfangið: malefni@midflokkurinn.is

Málefnanefnd heldur utan um allar tillögur sem berast og kynnir drög að stefnu flokksins á innra svæði Landsþingsins. 

Flokksmönnum gefst færi á að móta málefnaáherslur flokksins á Landsþinginu.

 

Lagabreytingar

Laganefnd flokksins tekur á móti tillögum um lagabreytingar á netfangið: laganefnd@midflokkurinn.is.

Frestur til að skila inn tillögum um lagabreytingar rennur út þann 22. maí kl. 9:00 (fyrir hádegi.) 

Framkomnar lagabreytingar verða kynntar á innra svæði Landsþingsins.

 
Drög að dagskrá
 
Föstudagur 4. júní
19-22     - Upphitunarpartí  í húsnæði flokksins að Hamraborg 1, skráning og afhending fundargagna hefst.
 
Laugardagur 5. júní
9:00         - Skráning og afhending fundargagna
9:30          - Þingsetning
                 - Tónlistaratriði
                  - Setningarávarp formanns Miðflokksins
10:00         -  Kosning tveggja fundarstjóra og tveggja fundarritara
10:10          - Ávarp varaformanns
10:30          - Lög Miðflokksins - umræður
12:15            - Hádegishlé
13:30           - Kynningarræður frambjóðenda til embætta
14:00          - Kosningar í embætti (sbr. gr. 4.5 í lögum flokksins)
14:30          - Ávarp formanns málefnanefndar
14:45          - Almennar umræður
15:15           - Úrslit kosninga kynnt
15:30          - Almennar umræður – framhald
16:15           - Skemmtiatriði
16:30           - Málefnastarf (þingfulltrúar velja sér nefndir)
18:30           - Þinghlé
19:30           - Fordrykkur í boði Miðflokksins
20:15           - Kvöldverðarhóf
 
Sunnudagur 6. júní
10:00          - Málefnastarf,  framhald
12:00          - Hádegishlé
13:15           - Stefnuræða formanns Miðflokksins
14:15           - Afgreiðsla og almennar umræður
16:00          - Þingslit
 
Mikilvægar dagsetningar til að hafa í huga fram að Landsþingi
 
18. maí          Lokafrestur til að óska eftir að vera fulltrúi á þinginu rennur út
19. maí          Kjördæmafélög skila kjörbréfum til skrifstofu
22. maí          Frestur til að skila inn lagabreytingatillögum rennur út
22. maí          Innra svæði landsþingsfulltrúa opnar
29. maí          Framboðsfrestur í embætti rennur út
 
Við hlökkum til að sjá ykkur!

Bestu kveðjur frá Miðflokknum