Almennar upplýsingar um Landsþing 2021

Landsþing Miðflokksins verður haldið í Hörpu helgina 17. og 18. apríl, 2021.

Boðað er til þingsins með fyrirvara um gildandi sóttvarnarráðstafanir á þeim tíma.  Dagskrá og fyrirkomulag verður kynnt innan skamms. 

Lög flokksins um Landsþing eru í kafla 4.  Smellið hér til að kynna ykkur lög Miðflokksins

 

Fulltrúar með atkvæðisrétt á landsþingi:

 • Stjórn Miðflokksins
 • Fulltrúar í flokksráði
 • Stjórnir kjördæmafélaga, deilda og landssambanda
 • Formenn og fulltrúar í fastanefndum flokksins
 • Ráðherrar Miðflokksins
 • Fyrrverandi þingmenn Miðflokksins sem eru félagar í flokknum
 • Fulltrúar kjördæmafélaga sem tilnefndir eru skv. eftirfarandi reglu:

  Þrisvar sinnum fjöldi Alþingismanna í viðkomandi kjördæmi:

  • Reykjavík norður 33 fulltrúar
  • Reykjavík suður 33 fulltrúar
  • Suðvesturkjördæmi 39 fulltrúar
  • Norðausturkjördæmi 30 fulltrúar
  • Suðurkjördæmi 30 fulltrúar
  • Norðvesturkjördæmi 24 fulltrúar

 

TAKIÐ HELGINA FRÁ - Við hlökkum til að sjá ykkUR