Að gyrða sig í brók, sjálfstæðismenn

Minn­ist ég þess er ég kynnti í rík­is­stjórn drög að þings­álykt­un um að slíta viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið. Skelf­ing greip um sig hjá sjálf­stæðismönn­um þar sem þeir töldu sig ekki geta klárað málið þrátt fyr­ir að þing­for­seti væri þeirra og stjórn­in með góðan þing­meiri­hluta. Önnur leið var far­in, en nokkr­ir gaml­ir sjálf­stæðis­menn geta ekki fyr­ir­gefið sín­um mönn­um það.

 

Hinn úti­tekni þing­flokk­ur sjálf­stæðismanna kann­ast ekki við eig­in ábyrgð nú sem fyrr og hef­ur ekki getað sagt kjós­end­um hvað er svona gott við orkupakk­ann, þrátt fyr­ir hring­ferð á ís­bíln­um. Frá kosn­ing­um 2013 hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn stýrt ut­an­rík­is­mála­nefnd. Flokk­ur­inn var einnig með for­mennsku í at­vinnu­vega­nefnd 2013 til janú­ar 2017 og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Flokk­ur­inn hef­ur stýrt iðnaðarráðuneyt­inu frá 2013. Nú­ver­andi ut­an­rík­is­ráðherra flokks­ins sat í ut­an­rík­is­mála­nefnd 2013-2014 og var formaður Íslands­deild­ar þing­manna­nefnda EFTA og EES í mörg ár áður en hann varð ráðherra.

Hinn 18. mars 2015 send­ir formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Birg­ir Ármann­son ut­an­rík­is­ráðherra (mér) bréf þar sem seg­ir: „Ut­an­rík­is­mála­nefnd hef­ur, í sam­ræmi við 2. gr. regl­an um þing­lega meðferða EES-mála, fjallað um svo­kallaðan þriðja orkupakka (til­skip­un 2009/​72/​EB o.fol.) til mats á því hvort efn­is­legra aðlag­ana sé þörf. Málið er til um­fjöll­un­ar í vinnu­hópi EFTA og var ut­an­rík­is­mála­nefnd upp­lýst um málið með skeyti frá ut­an­rík­is­ráðuneyti dags. 5. mars 2014 ásamt fylgigöng­um.

Til­skip­un­in hef­ur fengið efn­is­lega um­fjöll­un í at­vinnu­vega­nefnd og stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd. Ut­an­rík­is­mála­nefnd ákvað í kjöl­far álits nefnd­anna að taka málið til frek­ari skoðunar, þá sér­stak­lega út­færslu aðlag­ana og stjórn­skipu­leg álita­efni sem uppi eru í þeim efn­um og hef­ur fengið sér­fræðinga ráðuneyta á fundi vegna máls­ins.

Ut­an­rík­is­mála­nefnd ósk­ar eft­ir því að unn­in verði grein­ar­gerð um það hvort þau drög að aðlög­un­ar­texta sem nú liggja fyr­ir og þær út­færslu sem þar er kveðið á um á grund­velli tveggja stoða kerf­is EES-samn­ings­ins sam­rým­ist stjórn­ar­skrá.“

Hinn 26. júní 2016 svar­ar ut­an­rík­is­ráðuneytið er­indi Birg­is en þá er ut­an­rík­is­ráðherra orðin Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir. 20 sept­em­ber 2016 send­ir þáver­andi formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, Hanna Birna Kristjáns­dótt­ir, Lilju Dögg Al­freðsdótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra bréf þar sem hún seg­ir að ut­an­rík­is­mála­nefnd hafi lokið um­fjöll­un um málið. Guðlaug­ur Þór keyr­ir síðan málið áfram.

Sjálf­stæðis­menn hafa þannig stýrt orkupakka 3 í gegn­um þingið frá 2013 og til dags­ins í dag.

ESB mun krefjast enn meiri stjórn­ar á orku­markaði Evr­ópu og þar með Íslandi með orkupakka 4.

Von­andi gyrða sjálf­stæðis­menn sig í brók og koma með okk­ur í Miðflokkn­um að berj­ast gegn þess­um yf­ir­gangi ESB.

 

Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.

Pistillinn birtist í Morgunblaðinu 23. ágúst, 2019.