Anna Kolbrún hefur beðið um fund í velferðarnefnd Alþingis

Anna Kolbrún telur afar brýnt að velferðarnefnd verði kölluð saman sem fyrst og ég sendi beiðni þess efnis til nefndarmanna Velferðanefndar Alþingis. Tveir þingmenn tóku strax undir beiðnina.

Anna Kolbrún segir brýnt að fá upplýsingar um um hver niðurstaðan er vegna tilkynntra tilfella sem varða röskun á tíðahring í kjölfar bólusetningar gegn Covid-19 en niðurstöður rannsóknarinnar áttu að liggja fyrir í lok ágúst.

Einnig telur Anna Kolbrún mikilvægt að fá upplýsingar um stöðuna vegna brjóstaskimana en þar er mörgum miklvægum spurningum ósvarað. Til dæmis má nefna þessa frétt hér: "Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hættu í sumar vegna gæðamála og engin úrlestur fór fram í ágústmánuði".

Og í þriðja lagi er staða leghálsskimana en Anna Kolbrún kallar eftir upplýsingum um hver staðan er vegna þeirra, hvort ferlið sé komið í fastan, faglegan og tryggan farveg.