Viðspyrna fyrir Ísland - aprílgabb umhverfisráðherra?

Fréttabréf Miðflokksins 17. apríl, 2020

...Í þúsund ár bjó þjóð við nyrztu voga...

Hringleikahúsið í ráðhúsinu

Ég sé mig knúna til að skrifa þessa grein og birta opinberlega þar sem mér hefur ítrekað verið neitað að bóka um þetta alvarlega mál í borgarráði. Þannig er lýðræðið fótum troðið af formanni borgarráðs sem kennir sig við flokk sem stendur fyrir frelsi og frjálslyndi.

Vextir, vaxtavextir og vextir líka af þeim

Ríkistjórnin hefur undanfarið sýnt hversu víðtæk völd hún hefur við aðstæður eins og nú eru fyrir hendi vegna Covid-19. Þúsundum fyrirtækja og einstaklinga hefur verið gert ókleyft að afla sér tekna og lífsviðurværis. Afleiðingarnar eru að sjálfsögðu þær að ekki er með neinu móti hægt að standa við skuldbindingar. Í þessar aðgerðir hefur verið ráðist af illri nauðsyn og er fullur skilningur á því. Ríkisstjórnin hefur í hendi sér að ráðast í ýmsar áður óhugsandi aðgerðir vegna Covid-19 og hefur ekki hikað við það eins og áðurnefnd dæmi sýna.

Holur hljómur

Íslendingar feta nú líkt og aðrar þjóðir þröngan og hlykkjóttan veg milli skynsamlegra og óskynsamlegra ákvarðana, tíminn einn mun leiða í ljós hvar okkur tókst vel til, og hvað betur hefði mátt fara.

,,Hin dýpsta speki boðar líf og frið.“

Þessi grein er hin fimmta í röðinni um tækifæri Íslands og Íslendinga að farsóttinni sem kennd er við kórónu lokinni. Þessi grein fjallar um tækifærin í iðn- og tæknigeiranum. Iðnaður hefur lengi staðið undir stórum hluta útflutningstekna þjóðarinnar. Áliðnaðurinn hefur verið fyrirferðamestur en þar eru blikur á lofti. Svo virðist sem verðlagning orku til orkufreks iðnaðar sé nú úr takti við það sem gerist meðal samkeppnisþjóða okkar á markaði og slæmar markaðshorfur eru á álmarkaði. Gagnaver hrökklast frá landinu vegna verðlagningar orkunnar

Meira og Stærra.

Við göngum í gegnum óvenjulega tíma þessa stundina. Skæð veira herjar á þjóðir heims með þeim afleiðingum að þúsundir deyja, efnahagur heimsins skelfur og óvissa er mikil í öllum löndum. Allt þetta kemur ofan í samdrátt í efnahagslífinu, jarðhræringar og harðan vetur. Það reynir á okkur öll, hvert og eitt, fjölskyldur og fyrirtæki beint og óbeint. Við reynum að standa saman í því að minnka smit veirunnar og munum standa saman í því að endurreisa efnahaginn.

,,Í djúpi andans duldir kraftar bíða.“

Þessi fjórða grein mín um tækifæri að loknum faraldri fjallar um ferðaþjónustu.

Gleðin í gegnum gluggann

Hvernig líður þér? Eru allir hressir? Þú manst að passa þig á að fara eftir reglum um sóttvarnir, er það ekki? Ertu ekki örugglega með sprittið á þér? Þetta eru setningar sem við segjum örugglega margoft á dag við okkar nánustu, fólkið sem okkur þykir vænt um, heimilisfólkið sem við viljum passa svo það verði ekki veikt af Covid-19 og smiti jafnvel okkur sjálf.