Árið 2020: Hvert erum við komin?

Heims­byggðin hefur ekki farið var­hluta af heims­far­aldr­inum sem enn geysar og hefur hann lagt efna­hag þjóða í rúst mis­mun­andi eftir lönd­um. Hér á landi var tekið þannig á málum að per­sónu­frelsi okkar sem á að vera varið í stjórn­ar­skrá - var skert með víð­tækum hætti. Sagan á eftir að gera þennan tíma upp.

Kór­ónu­veiran sem skálka­skjól?

Ég var­aði við því í upp­hafi far­ald­urs­ins að kór­ónu­veiran yrði ekki notuð sem skálka­skjól fyrir nán­ast hvað sem er í íslensku sam­fé­lagi og þá sér­stak­lega ekki sem skálka­skjól fyrir stjórn­mála­menn sem sætu með meiri­hluta­vald í sínum hönd­um, hvort sem væri hjá ríki eða í sveit­ar­stjórn­um. 

Því miður báru þessi varn­að­ar­orð ekki árangur því sú hefur því miður orðið raun­in. Verst er þó skálka­skjól veirunnar þegar kemur að fjár­málum þess­ara opin­beru aðila. Þau sveit­ar­fé­lög sem voru mjög skuld­sett áður en far­ald­ur­inn skall á kenna nú veirunni um slaka stöðu sína. 

Verst er ástandið í hinni ofur­skuld­settu höf­uð­borg okkar – sjálfri Reykja­vík undir stjórn borg­ar­stjóra Dags B. Egg­erts­sonar og við­reista meiri­hlut­anum hans. Það eru aumir stjórn­mála­menn sem haga sér og mál­flutn­ingi sínum með þessum hætti og það versta er að þeir telja að almenn­ingur sjái ekki í gegnum mála­til­bún­að­inn. Lík­lega trúa þeir þessu sjálf­ir.

Ég hef lengi haft áhyggjur af mann­rétt­indum okkar sem varin er í 73. gr. stjórn­ar­skrár­innar en hún hljóðar svo: „Allir eru frjálsir skoð­ana sinna og sann­fær­ing­ar.  Hver maður á rétt á að láta í ljós hugs­anir sín­ar, en ábyrgj­ast verður hann þær fyrir dómi. Rit­skoðun og aðrar sam­bæri­legar tálm­anir á tján­ing­ar­frelsi má aldrei í lög leiða.“ 

Rit­skoðun var byrjuð löngu fyrir far­ald­ur­inn undir stjórn Vinstri grænna. Fundið var upp nýyrðið upp­lýs­inga­óreiða yfir rit­skoðun og er rann­sóknum á óreið­unni stjórnað af Þjóðar­ör­ygg­is­ráði sem er undir stjórn for­sæt­is­ráð­herra. Eftir að veiran skall á hefur verið slegið í klár­inn í þessum efnum og sett var upp sér­stakur vinnu­hópur um sem ber heitið „Upp­lýs­inga­óreiða og COVID-19“  til að allt yrði nú rétt mat­reitt ofan í land­ann. 

Hvar eru mann­rétt­indin okkar til frjálsra skoð­ana­skipta? Hvert erum við kom­in?

Valda­fram­sal

Stór­tækt valda­fram­sal hefur átt sér stað frá kjörnum full­trúum hvort sem er hjá ríki eða borg. Rík­inu er stjórnað í dag á reglu­gerðum sem heil­brigð­is­ráð­herra setur sem vart eiga sér stað í lög­um.

Reykja­vík­ur­borg er stjórnað af sér­stakri neyð­ar­stjórn þar sem borg­ar­stjóri er ein­ráður ásamt emb­ætt­is­mönn­um. Neyð­ar­stjórn Reykja­víkur hefur tekið sér óeðli­legt vald og vald í mjög langan tíma – eða hátt í ár. Neyð­ar­stjórn hefur m.a. tekið sér það vald að fjalla um fjár­mál borg­ar­innar sem er brot á sveit­ar­stjórn­ar­lögum enda fer borg­ar­ráð með fjár­heim­ildir sam­kvæmt stjórn­skipu­lagi borg­ar­innar að fjár­hags­á­ætlun lok­inni sem borg­ar­stjórn sam­þykkir ár hvert. Borg­ar­ráð hefur ekki afsalað sér neinum völdum til neyð­ar­stjórn­ar. 

Svo virð­ist sem ekki gildi lengur sveita­stjórn­ar­lög, stjórn­sýslu­lög eða sam­þykktir borg­ar­innar um störf borg­ar­stjórn­ar, borg­ar­ráðs og fagráða. Á engan hátt er hægt að tala um að neyð­ar­stig hafi staðið síð­ast­liðna tíu mán­uði vegna þess að ástandið hefur verið við­var­andi. Neyð­ar­stjórn á að virkja þegar alvar­leg, tíma­bundin vá steðjar að eins og nú síð­ast í vatns- og aur­flóð­unum á Seyð­is­firð­i. 

Dag­legur og hefð­bund­inn rekstur Reykja­víkur getur aldrei verið keyrður áfram á lögum um almanna­varnir nr. 82/2008, frekar en að rekstur rík­is­ins sé keyrður áfram á reglu­gerðum sem eiga sér ekki næga stoð í lög­um. Hvert erum við kom­in?

End­ur­heimt stjórn­ar­skrár­var­ins réttar

Ekki er víst að við end­ur­heimtum mann­rétt­indi okkar á ný á einum degi. Kerfið lætur ekki svo auð­veld­lega af völdum sín­um. Hvað er betra fyrir stjórn­kerfið en að hafa alla hrædda og ótta­slegna? 

Við verðum að standa saman að því sem þjóð að þessu ástandi linni. Við verðum að standa saman að því sem þjóð að þeir sem voru kosnir í lýð­ræð­is­legum kosn­ingum stjórni ríki og sveit­ar­fé­lögum á grunni laga. Valda­fram­sal­inu verður að linna og end­ur­heimt lýð­ræð­is­ins verður að verða að veru­leika – ann­ars getum við gleymt öllum lög­bundnum kosn­ingum í land­inu.

Ég óska Reyk­vík­ingum og lands­mönnum öllum gleði­legs nýs árs með von um að árið 2021 verði okkur öllum far­sælt og gott.

 

Vigdís Hauksdóttir

Höfundur er odd­viti Mið­flokks­ins í borg­ar­stjórn Reykja­víkur

Greinin birtist í Kjarnanum þann 26. desember, 2020