Baráttan við báknið

Báknið vex stjórnlaust og kerfisvæðingin eykst.  Afleiðingin er sú að það verður sífellt erfiðara að stofna eða reka lítil fyrirtæki og skapa ný verðmæti.  Lítil fyrirtæki þurfa að ráða sérfræðinga til að fást við kerfið.  Fólk þarf svo að borga hærri skatta til að standa undir stækkandi bákni.  Miðflokkurinn berst fyrir því að minnka báknið, lækka álögur á almenning og einfalda lífið.