Eldri borgarar

Árið 2014 var eldri borgurum veitt fyrirheit um að þegar búið væri að endurreisa efnahagslíf landsins fengju þeir að njóta þess í bættum kjörum.  Endurreisnin náðist hraðar og betur en flestir bjuggust við en eldri borgarar bíða enn og búa við ósanngjarnar skerðingar sem draga úr vilja til að spara og vinna.  Miðflokkurinn hefur frá upphafi lagt áherslu á að staðið verði við fyrirheitin við eldri borgara.