Unga fólkið og stjórnmálin

Unga fólkið og stjórnmálin

Sigurður Páll Jónsson alþingismaður skrifar um gagnsemi stjórnmálaumræðna við unga fólkið okkar til að efla þátttöku þeirra í samfélaginu.

Ein leiðin til að vera nýtur þjóðfélagsþegn er að taka þátt í pólitískri umræðu og hafa þannig bein áhrif á mótun lands og þjóðar. Er umræðan um pólitík á þeim stað að yngri kynslóðin hafi almennt áhuga og vilji taka þátt? Hvað getum við sem eldri erum gert til þess að laða kraftmikið og hæfileikaríkt fólk að þjóðfélagsmálum? Ég hef kannski ekki með svörin við því, en tel brýnt að við spyrjum stöðugt þessara spurningar. Vissulega eru spennandi tækifæri um allan heim, en að hlýða kalli og gera þjóð sinni gagn hlýtur að vera spennandi valkostur, það þarf bara að matreiða hann á réttan máta.

Smellið hér til að lesa grein Sigurðs Páls; Unga fólkið og stjórnmálin

Greinin birtist fyrst á Vísi þann 29. september, 2020