Ferðaþjónustan þarf leiðréttingu

 

Viðtal við Sigmund Davíð Gunnlaugsson í Morgunblaðinu þann 24. september, 2020

End­ur­skipu­leggja þarf skuld­ir fyr­ir­tækja í ferðaþjón­ustu ef ekki á illa að fara og það er lík­lega ekki úr vegi að tala um leiðrétt­ingu. Ann­ars gæti saga eft­ir­hruns­ár­anna end­ur­tekið sig þegar fyr­ir­tæki voru yf­ir­tek­in og fjöldi fólks skil­inn eft­ir í sár­um.

Þetta er mat Sig­mund­ar Davíðs Gunn­laugs­son­ar, for­manns Miðflokks­ins, sem tel­ur óumflýj­an­legt að styrkja ferðaþjón­ust­una svo hún lifi af far­ald­ur­inn. Aðgerðir stjórn­valda til að halda aft­ur af veirunni skapi sterk­an sam­fé­lags­leg­an og siðferðis­leg­an rétt ferðaþjón­ustu og annarra at­vinnu­greina til að njóta aðstoðar.

Fram und­an sé erfiður vet­ur þar sem sam­drátt­ur­inn mun fær­ast meira yfir í önn­ur svið hag­kerf­is­ins en ferðaþjón­ust­una.

Sér­eignar­úr­ræði end­ur­vakið

Leiðrétt­ing verðtryggðra íbúðalána var helsta kosn­inga­málið í alþing­is­kosn­ing­un­um 2013 en bæta átti heim­il­um upp tjón af um­fram­verðbólgu vegna fram­göngu bank­anna. Hún var fram­kvæmd 2015.

Sam­hliða henni var heim­ilað að taka út sér­eign­ar­sparnað til niður­greiðslu á höfuðstól og var úrræðið end­ur­vakið í kór­ónu­veirukrepp­unni.

Sig­mund­ur Davíð tel­ur aðferðafræði leiðrétt­ing­ar­inn­ar geta nýst við lausn á vanda ferðaþjón­ust­unn­ar.

„Ég tel að slík leiðrétt­ing gæti vel verið viðeig­andi leið og að reynsl­an af leiðrétt­ingu íbúðalána geti komið að gagni. Það var alltaf lyk­il­atriðið í leiðrétt­ing­unni að ekki væri verið að gefa ein­hverj­um eitt­hvað sem hann ætti ekki til­kall til, held­ur aðeins að bæta eins og kost­ur væri tjónið sem varð af þess­um ástæðum.“

Hver verður þró­un­in ef þetta verður ekki gert? Hvernig verður fyr­ir­tækjalands­lagið og hvaða áhrif mun það hafa á end­ur­reisn­ina?

Gæti leitt til samþjöpp­un­ar

„Ég hef mikl­ar áhyggj­ur af því, ef fram held­ur sem horf­ir, að þá verði ekki aðeins ein­hæf­ara fyr­ir­tækjalands­lag held­ur samþjöpp­un þar sem menn nota tæki­færið, ef svo má segja, og kaupa fyr­ir­tæki af þeim sem hafa lent í mikl­um hremm­ing­um, og þá á lágu verði, og njóti svo ein­ir ágóðans þegar hlut­irn­ir lag­ast. Að þeir njóti þess að hafa haft tæki­færi til að kaupa eign­ir á bruna­út­sölu án þess að verða fyr­ir tjón­inu, og að þetta leiði til samþjöpp­un­ar, ekki aðeins í þess­ari grein held­ur jafn­vel í öðrum grein­um líka.“

Þannig að það get­ur leitt til sár­inda og klofn­ings í þjóðfé­lag­inu?

„Já, það get­ur leitt til mik­illa sár­inda til langs tíma og get­ur leitt til mála­ferla. Þess vegna höf­um við lagt áherslu á það í okk­ar til­lög­um að þetta mætti ekki fara þannig að bank­arn­ir yf­ir­taki þau fyr­ir­tæki sem ekki geta greitt vegna þessa force maj­eure-ástands, óvæntra og ófyr­ir­séðra aðstæðna, og selji þau síðan eins og gerðist í all­mörg­um til­vik­um eft­ir banka­hrunið. Að það þurfi jafn­vel að tryggja með lög­um að ekki sé hægt að hirða öll fyr­ir­tæk­in eft­ir að þau lentu í þessu ástandi til þess eins að skipta svo um eig­end­ur í fram­hald­inu.“

Nú starfa fyr­ir­tæk­in á opn­um markaði. Því ætti að liðsinna ferðaþjón­ust­unni á þenn­an veg?

Hags­mun­ir sam­fé­lags­ins

„Ég held að það sé óumflýj­an­legt og fyr­ir því eru nokkr­ar ástæður. Í fyrsta lagi eru það sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir sam­fé­lags­ins að þessi mik­il­væga at­vinnu- og út­flutn­ings­grein kom­ist í gegn­um þetta tíma­bundna ástand, þótt það hafi varað leng­ur en menn gerðu ráð fyr­ir. Þannig að sam­fé­lagið hef­ur mikla hags­muni af því að verja grein­ina svo hún verði í stakk búin til að veita at­vinnu og skapa verðmæti, þegar við erum kom­in í gegn­um þetta.

Svo eru sann­girn­is­sjón­ar­mið sem lúta að því að stjórn­völd, ekki aðeins á Íslandi, hafa gert fyr­ir­tækj­un­um nán­ast ókleift að starfa og fyr­ir því eru gild rök. Þetta eru ekki ákv­arðanir sem stjórn­völd vilja taka en þó hef­ur niðurstaða þeirra verið sú, hér og víðar, að til að verja heilsu fólks eigi og þurfi að skerða ferða- og at­vinnu­frelsi fólks. Og þegar ríkið tek­ur ákvörðun um slíkt er eðli­legt að þá komi stuðning­ur á móti.

Það sem ég hef haft mest­ar áhyggj­ur af varðandi stefnu stjórn­valda að und­an­förnu er að óviss­an hef­ur auk­ist frem­ur en minnkað. Fyrst þegar þetta fór af stað ákváðu stjórn­völd að eft­ir­láta heil­brigðis­yf­ir­völd­um stjórn­ina. Og þá var út­skýrt fyr­ir okk­ur að það stæði til að fletja út þessa margum­ræddu kúrfu og sýnd­ar mynd­ir af því hvernig kúrf­an yrði flött út til þess að gera heil­brigðisþjón­ust­unni kleift að ráða við af­leiðing­arn­ar. En nú er að mínu mati mjög óljóst hvert mark­miðið er hjá stjórn­völd­um.

Þurfa að skýra mark­miðin

Ef mark­miðið er að loka land­inu fyr­ir veirunni, þ.e. hafa veiru­frítt land, til þess að við get­um þá lifað sæmi­lega eðli­legu lífi inn­an lands­ins, þá þarf að segja það og gera ráðstaf­an­ir í sam­ræmi við það. Þá gætu til dæm­is ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki gert sín­ar ráðstaf­an­ir út frá því og stjórn­völd komið til móts við þau í sam­ræmi við þá stöðu. En eins og þetta hef­ur þró­ast seinni part sum­ars og í haust þá eru menn í viðvar­andi óvissu.“

Þurfa að sýna sviðsmynd­ir

Með hvaða hætti gætu stjórn­völd dregið úr óviss­unni með því að gefa skýr­ari fyr­ir­mæli?

„Til að byrja með held ég að þau þurfi að kynna ein­hver mark­mið þannig að fólk hafi þá hug­mynd um hvernig geng­ur að ná þeim mark­miðum og búa til sviðsmynd­ir, svo maður noti nú það of­notaða orð.“

Ætti rík­is­stjórn­in hrein­lega að segja að mark­miðið sé að hafa eng­in smit á Íslandi og að því verði eng­in ferðaþjón­usta fyrr en á nýju ári?

„Já, ef það er mark­miðið. Þá ættu þau að lýsa því yfir. Þá munu menn laga sig að því og þá verður aðstoð við t.d. ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tæki vænt­an­lega háttað í sam­ræmi við það.“

Kall­ar á rót­tæk­ar aðgerðir

Það má skilja á þér að stjórn­völd séu að gera of lítið og séu hik­andi og úrræðalaus. Er verið að fægja silfrið á sökkvandi skipi með minni­hátt­ar aðgerðum á meðan heild­ar­efna­hags­kerfið horf­ir fram á mikið áfall?

„Já. Ég tel þetta mjög vera að þró­ast í þá átt. Það hef­ur verið ljóst frá upp­hafi að það þarf mjög rót­tæk­ar aðgerðir og sem bet­ur fer erum við bet­ur í stakk búin, ís­lenska ríkið, en flest önn­ur lönd til að gera það sem dug­ar til þess að bregðast við þessu. Tvennt hef­ur að mínu mati ein­kennt viðbrögðin. Það er verið að reyna að bregðast við stöðunni dag frá degi. Það er með öðrum orðum brugðist við vand­an­um eft­ir á.

Og aðgerðirn­ar snú­ast meira um umbúðir en inni­hald. Við feng­um hverja glærukynn­ing­una á fæt­ur ann­arri frá stjórn­völd­um en þegar maður fór að skoða inni­haldið var það eitt­hvað rýr­ara. Til dæm­is var rætt um að um­fang fyrsta pakk­ans yrði um 230 millj­arðar. Svo fór maður að skoða það og reynd­ist megnið af því vera hugs­an­leg­ar frest­an­ir á skatt­greiðslum og lán­veit­ing­ar. Stærsta aðgerðin og flagg­skipið, brú­ar­lán­in, skilaði nátt­úr­lega engu. Þá gleym­ist að huga þarf að því sem er þó enn til staðar,“ seg­ir Sig­mund­ur og bend­ir á að mörg fyr­ir­tæki, utan ferðaþjón­ustu, hafi verið í vanda fyr­ir far­ald­ur­inn. Þá sér­stak­lega smærri fyr­ir­tæki. Það sama eigi jafn­vel við um heilu at­vinnu­grein­arn­ar, sér­stak­lega land­búnað. Fyr­ir­tæk­in þurfi að styrkja með því að draga úr álög­um og reglu­verki.