Fjármál, atvinnumál og íbúaþróun

Fjármál, atvinnumál og íbúaþróun

 

Almennt þarf að leita allra leiða til að auka tekjur sveitarfélagsins, sem eru of lágar í dag til að standa undir ásættanlegri þjónustu við íbúa og framkvæmdum. Eina lausnin er langtímaáætlun sem gerir ráð fyrir að fjölga íbúum sveitarfélagsins og skapa eftirsótt störf með nýsköpun.

1.   Hagstofa Íslands spáir hægfara fólksfjölgun í sveitarfélaginu næstu árin.

  • Mikilvægt er að búa til hvata til að fá nýtt fólk í sveitarfélagið. Sveitarfélagið þarf áhugasamt og viljugt fólk, fjölbreytta atvinnustarfsemi og réttar fjárfestingar til uppbyggingar. Með markmið okkar að leiðarljósi finnum við tækifærin hvort tveggja hér á landi sem í öðrum löndum. Slíkar aðgerðir miði meðal annars að því að ungt fólk í sveitarfélaginu þurfi ekki að flytjast brott til að fá störf við hæfi.
  • Laxeldi er komið til að vera á Íslandi. Djúpivogur er leiðandi á því sviði. Við viljum vinna með þeim fyrirtækjum sem starfa við fiskeldi í að ná fram sínu besta í sátt við umhverfið og atvinnulífið í kring.

2.  Við ætlum að ráða atvinnumála- og markaðsfulltrúa til verka.

3.  Við ætlum að blása til sóknar fyrir dreifbýlið, þannig að landbúnaðurinn gleymist ekki og horft verði til framtíðar í þeim efnum.

4.  Tekjupóstar sveitarfélaga eru að mestu háðir útsvari og fasteignasköttum.

  • Við ætlum að kanna möguleika á rekstri arðvænlegra fyrirtækja í eigu sveitarfélagsins sem ekki eru í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á svæðinu.

5.  Við ætlum að þrýsta á að stjórnvöld breyti úreltum lögum og hugsunarhætti sem mismuna dreifbýli og þéttbýli að nauðsynjalausu. Dæmi: Flutningskostnaður raforku, verðlagning flugvélaeldsneytis og opinber störf.

6.  Við ætlum að leita samstarfs við Landsnet um að framkvæmdum verði flýtt til að auka flutningsgetu raforku til sveitarfélagsins og að þeim verði lokið eigi síðar en árið 2024. Einnig mun Miðflokkurinn þrýsta á ljósleiðaravæðingu á svæðinu öllu.

 

Lesið stefnuskránna í heild sinni:

Stefnuskrá sameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðar eystri, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar má lesa hér í heild sinni